Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 122
(segjum ensku), væri það eftir sem áður íslenskar bókmenntir og
eðlilegt viðfangsefni íslenskra bókmenntafræðinga og málfræðinga
að rannsaka þá texta sem þeir létu frá sér fara og það mál sem hér
yrði talað. Og þá erum við komin á annað svið, sem er ekki bara
spurning um akademíska starfsemi heldur heildartúlkun og skilning
Íslendinga sjálfra á menningu sinni og sögu.
Ég tel að full ástæða sé til að Háskóli Íslands hugi vel að þeim
vanda sem fylgir dvínandi áhuga íslenskra stúdenta á námi í íslensku
og efli sérstaklega rannsóknir og kennslu í íslenskum fræðum. Þetta
mætti gera með því að koma á fót og styrkja náms- og rannsóknar-
leið sem kölluð yrði einfaldlega Íslensk fræði. Þar yrði augum beint
að íslenskri bókmenningu og máli allt frá upphafi, ekki síst í sögu-
legu ljósi og með stuðningi greina eins og málvísinda og bókmennta,
en einnig yrði leitað innsæis úr öðrum fræðigreinum, svo sem
mannfræði, þjóðfræði og félagsfræði, að ógleymdum hinum nýju
greinum, kvikmyndafræði og menningarfræði. Þessi námsbraut
hefði það meginmarkmið að veita vel grundaða kennslu í máli, bók-
menntum og íslenskri menningarsögu. Efninu yrði miðlað til nem-
enda með miklum textalestri og greiningu á málinu, sögu þess og
samtíma. Þar yrðu teknar fyrir eldri og yngri bókmenntir og eftir at-
vikum kvikmyndir og þær greindar og túlkaðar með sem fjöl-
breytilegustum aðferðum. Ytri jafnt sem innri saga íslensks máls og
menningar frá Eddum til Bjarkar verði kjarninn, nálgunin þverfag-
leg frekar en teóretísk, án þess að fræði- eða vísindagreinarnar eða
einstakar kenningar taki öll völd. Áherslan verði þannig efnismiðuð
og minni áhersla lögð á djúpar spurningar sem uppi kunna að vera
í hinum alþjóðlegu fræðum hverju sinni.
Þessi námsleið á að gegna því tvíþætta hlutverki að mennta (ásamt
kennslu- og uppeldisfræði) kennara í íslensku máli og bókmenntum
með áherslu á efnið sjálft. Einnig á hún að vera grundvöllur að sér-
hæfðara vísindamiðuðu framhaldsnámi, MA- og Dokt ors námi sem
byggir á fræðilegum kenningum ólíkra vísindagreina. Þar er stefnt að
því að miðla og skapa þekkingu sem telst marktæk á hinum alþjóð -
lega fræðamarkaði. Allt þetta nám og rannsóknir á auðvitað að stand -
ast erlendan samanburð, og gæði þeirra, ekki síður en grunnámsins,
ber að meta á almennum alþjóðlegum skala. Háskóli Íslands á að vera
422 kristján árnason skírnir
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 422