Skírnir - 01.09.2015, Blaðsíða 193
493falskennandi eða einherji sannleikans?
Magnúsar að hunsa hana algjörlega og þegja hana þannig í hel
(Schreiber 2014: 118). Kierkegaard virti Magnús ekki heldur svars
á opinberum vettvangi þótt hann viki nokkuð að gagnrýni hans í
dagbókum sínum (Schreiber 2014: 129).
Íslendingar í Kaupmannahöfn höfðu aftur á móti meiri áhuga á
Magnúsi á þessum tíma. Félagi hans, Grímur Thomsen skáld, skrif -
aði lítið rit honum til varnar í baptista-deilunni og í bréfi Jóns Sig-
urðssonar til Páls Melsteð amtmanns frá 1844 kemur fram að Jón
hafi dáðst að baráttu Magnúsar. Í bréfinu segir:
Magnús bróðir okkar Eiríksson er að berjast fyrir guðs kristni, en það eru
aumir hundar þeir porthundar kristninnar í Danmörku, því þeir hvorki
geyja né gelta svo sem Magnús hefir rotað þá. Ég vona þú leggir þér til bók
Magnúsar, einkum ef þú fer að verða klerkur.2
Hér á Jón væntanlega við bók Magnúsar Om Baptister og Barne -
daab (1844) sem hann skrifaði til varnar baptistum og afstöðu þeirra
til barnaskírnar, en kirkjunnar menn í Danmörku virtu þá bók varla
viðlits og svöruðu henni hvergi á prenti (Eiríkur Albertsson 1938: 65).
Eitt af því sem dreif á daga Magnúsar á þessum tíma var að honum
bauðst að taka við prestsembætti á Íslandi en hann afþakkaði það á
sein ustu stundu. Hann hafði sótt um embættið að áeggjan Helga
Þórðarsonar biskups sem dvaldi í Kaupmannahöfn 1855–1856 og vissi
að Magnús lenti í miklum fjárhagskröggum eftir deilurnar við Mar-
tensen, en þær urðu m.a. til þess að hann missti starf sitt sem leiðbein-
andi í guðfræði (Eiríkur Albertsson 1938: 80). Bréf Magnúsar, þar sem
hann afþakkar embættið, var birt opinberlega 1857 í Þjóðólfi. Í bréf-
inu kemur fram að hann hafi verið kominn í andstöðu við kirkjuna, en
hún átti eftir að verða enn meiri þegar leið á feril hans. Hann skrifar:
Það er ekki sú fyrsta og æðsta skylda þess, sem guð hefir gefið tækifæri til
að afla sér þekkíngar, að selja hana sem dýrast eða leitast við að fá sem
mest fyrir hana, heldur að brúka hana sem bezt og trúlegast eptir sam-
vizku og sannfæríngu, hvort sem það getur orðið til ábáta eða ekki, og
þetta sýnist mér verða að gilda um guðfræðina fremur öllum öðrum vís-
indagreinum. Þetta er alt svo mín skylda, og henni vil eg leitast við að full-
skírnir
2 Jón Sigurðsson, tilvitnun sótt í grein R.P 1912: 206.
Skírnir Haust 2015 NOTA ÞESSA.qxp_Layout 1 19.10.2015 10:51 Page 493