Saga - 2011, Page 22
ekki er óalgengt að upprunasögur hlaupi yfir nokkrar og jafnvel
margar kynslóðir þegar lýst er framvindunni frá frumföður til þeirra
sem tóku við forystunni af honum. Til að marka skyldleika frum -
föður við þá sem taka við af honum leika sifjar oft táknrænt hlutverk
og sifjaheiti eru gjarnan notuð til að tákngera samfellu sögunnar.
Slíka sifjaheitanotkun þekkjum við ágætlega í ættjarðar ljóð um, eins
og því sem vitnað er til hér í upphafi, og ræðum stjórnmálamanna
sem í tímans rás hafa talað um sig sem „syni“ lands og þjóðar. Slíkur
„sonur“ var Jón Sigurðsson, en ekki réttur og sléttur „sonur“ heldur
„Sonurinn“, sá sem tók við af frumföðurnum Ingólfi Arnarsyni.
Þetta sést meðal annars ágætlega á því að jafnan er vísað til Jóns
Sigurðssonar sem „forseta“, þess sem fer fyrir öðrum, þótt forseta -
nafnbót hans hafi einkum átt við Hið íslenska bókmenntafélag. Það
sést einnig á því að í hinu nýja íslenska þjóðfélagi tuttugustu aldar-
innar miðuðu menn upphaf mikilvægra stofnana við fæðingardag
Jóns. Nægir að nefna stofndag Háskóla Íslands 17. júní 1911 og
lýðveldistökuna 17. júní 1944. Stytta af Jóni var reist á Austurvelli,
gegnt Alþingi, og við fótstall styttunnar fer fram ákveðið ritúal eða
athöfn ár hvert á fæðingardegi hans. Þá sameinast valdamenn
þjóðarinnar og fulltrúar erlendra þjóða við fótstallinn, og forseti
Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni við skörina. Þessi
síendurtekna athöfn undirstrikar mikilvægi „sonarins“ Jóns Sig -
urðs sonar, sem varð táknrænn upphafsmaður þess þjóðfélags sem
þróast hefur hér á landi síðastliðin hundrað ár eða svo. viðvera
sendimanna erlendra þjóða við þessa athöfn undirstrikar svo enn
frekar þetta táknræna mikilvægi, því með viðveru sinni viðurkenna
þeir fullveldi Íslands og íslenskt þjóðfélag sem jafningja í samfélagi
þjóðanna.
ekki þarf að taka fram að bæði Ingólfur Arnarson og Jón Sig -
urðs son voru karlar. Báðir voru uppi á tímum þar sem eðlileg skip-
an mála var talin sú að karlar öxluðu samfélagsábyrgð og veldust til
forystu. Sama má segja um þá tíma sem Guðmundur Finnbogason
og aðrir sjálfsmyndarsmiðir hinnar endurreistu íslensku þjóðar
lifðu. Í þeim smíðum var kvenlægi þátturinn samt ekki alveg fjar-
verandi, enda erfitt að horfa framhjá því að helmingur hinnar endur -
sköpuðu íslensku þjóðar var konur og að æskilegt gæti verið að nýta
einnig kvengildið í hinni nýju smíði. ekki var farin sú leið að finna
nafngreinanlega konu sem væri forgöngumaður á sama hátt og Jón
og Ingólfur, né var það endilega æskilegt, því forysta á samfélags-
vísu var ekki álitin hlutverk kvenna. Þeirra hlutverk var að ala upp
spurning sögu22
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage22