Saga


Saga - 2011, Page 43

Saga - 2011, Page 43
en hvernig lýsir Jón sjálfum sér? Líklega gefur það gleggsta mynd af Jóni að lesa orð hans sjálfs um skapferli sitt og lífsviðhorf. Þar birtist mynd af manni sem virðist ekki eiga auðvelt með mann- leg samskipti og er að eigin sögn bæði þurr og stirðbusalegur í fram- göngu. Í sendibréfum til vina sinna víkur Jón einstöku sinnum að sínum innri manni til að útskýra breytni sína við ýmis tækifæri. Dregur hann upp allt aðra mynd af sjálfum sér en t.d. ungu mennirnir sem á hans efri árum vöndu komur sínar á heimili hans. Í bréfi til góðvinar síns Páls Melsteð (1812–1910) sagnfræðings, árið 1844, segir Jón: „Þið eigið gott, þessir nettu og lipru menn, sem getið sagt allt hvað þið viljið án þess að neinn geti þykkst við, en eg og mínir líkar erum svo ambögulegir, að við annaðhvort þegjum eða tölum af okkur eða yfir okkar.“17 Í bréfi sem Jón skrifaði til Páls tveimur árum áður afsakar hann pennaleti sína og segir: „Hjartkæri bróðir minn! Miklar þakkir áttu skildar fyrir bréf þitt elskulegt með póst- skipinu og í haust, og eg veit ekki hvað, en það stendur nú svo illa á, að eg á litla tíð til prívat bréf, því það loðir laungum við mig að taka allt í nösunum og vera svo fjandi flegmatiskur.“18 Jón getur sem sagt að eigin sögn verið bæði mótþróafullur og fastur fyrir en einnig daufur í skapi og rólegur í tíðinni. Jens, bróðir Jóns, spyr hann eitt sinn hvernig standi á því að Bjarni Jónsson rektor haldi að Jón sé andsnúinn honum. Jón útskýrir það svo: „Þú ert að tala um að hann haldi eg hafi eitthvað móti sér; eg hefi orðið var við þessháttar grun hjá honum fyrri, en eg get ekki að því gert að eg sé enga ástæðu til hans. eg þykist vera honum svo vinveittur sem eg get, en meira er mér ekki lagið, því þú veizt hvað þurlegur eg er, og öðruvísi á eg bágt með að vera.“19 Allt ber að sama brunni, Jón segist vera „þurlegur“, „flegmatiskur“, „ambögu- legur“, og vini sínum, Gísla Hjálmarssyni lækni, segir hann að hann sé með „Tyrkjalund“.20 Af samhenginu má ráða að Jón eigi þá við að hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 43 17 Jón Sigurðsson til Páls Melsteð, kaupmannahöfn 18. júní 1844, Bréf Jóns Sigurðssonar. Úrval. Útg. Jón Jensson og Þorleifur Bjarnason (Reykjavík: Bókmenntafélagið 1911), bls. 67. 18 Jón Sigurðsson til Páls Melsteð, kaupmannahöfn 26. mars 1842, Bréf Jóns Sigurðssonar, bls. 46. 19 Jón Sigurðsson til Jens Sigurðssonar, kaupmannahöfn 22. desember 1855, Bréf Jóns Sigurðssonar, bls. 226. 20 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 26. ágúst 1844, Bréf Jóns Sigurðssonar, bls. 78. 1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.