Saga - 2011, Qupperneq 43
en hvernig lýsir Jón sjálfum sér? Líklega gefur það gleggsta
mynd af Jóni að lesa orð hans sjálfs um skapferli sitt og lífsviðhorf.
Þar birtist mynd af manni sem virðist ekki eiga auðvelt með mann-
leg samskipti og er að eigin sögn bæði þurr og stirðbusalegur í fram-
göngu.
Í sendibréfum til vina sinna víkur Jón einstöku sinnum að sínum
innri manni til að útskýra breytni sína við ýmis tækifæri. Dregur
hann upp allt aðra mynd af sjálfum sér en t.d. ungu mennirnir sem
á hans efri árum vöndu komur sínar á heimili hans. Í bréfi til
góðvinar síns Páls Melsteð (1812–1910) sagnfræðings, árið 1844,
segir Jón: „Þið eigið gott, þessir nettu og lipru menn, sem getið sagt
allt hvað þið viljið án þess að neinn geti þykkst við, en eg og mínir
líkar erum svo ambögulegir, að við annaðhvort þegjum eða tölum
af okkur eða yfir okkar.“17 Í bréfi sem Jón skrifaði til Páls tveimur
árum áður afsakar hann pennaleti sína og segir: „Hjartkæri bróðir
minn! Miklar þakkir áttu skildar fyrir bréf þitt elskulegt með póst-
skipinu og í haust, og eg veit ekki hvað, en það stendur nú svo illa
á, að eg á litla tíð til prívat bréf, því það loðir laungum við mig að
taka allt í nösunum og vera svo fjandi flegmatiskur.“18 Jón getur
sem sagt að eigin sögn verið bæði mótþróafullur og fastur fyrir en
einnig daufur í skapi og rólegur í tíðinni.
Jens, bróðir Jóns, spyr hann eitt sinn hvernig standi á því að
Bjarni Jónsson rektor haldi að Jón sé andsnúinn honum. Jón útskýrir
það svo: „Þú ert að tala um að hann haldi eg hafi eitthvað móti sér;
eg hefi orðið var við þessháttar grun hjá honum fyrri, en eg get ekki
að því gert að eg sé enga ástæðu til hans. eg þykist vera honum svo
vinveittur sem eg get, en meira er mér ekki lagið, því þú veizt hvað
þurlegur eg er, og öðruvísi á eg bágt með að vera.“19 Allt ber að
sama brunni, Jón segist vera „þurlegur“, „flegmatiskur“, „ambögu-
legur“, og vini sínum, Gísla Hjálmarssyni lækni, segir hann að hann
sé með „Tyrkjalund“.20 Af samhenginu má ráða að Jón eigi þá við að
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 43
17 Jón Sigurðsson til Páls Melsteð, kaupmannahöfn 18. júní 1844, Bréf Jóns
Sigurðssonar. Úrval. Útg. Jón Jensson og Þorleifur Bjarnason (Reykjavík:
Bókmenntafélagið 1911), bls. 67.
18 Jón Sigurðsson til Páls Melsteð, kaupmannahöfn 26. mars 1842, Bréf Jóns
Sigurðssonar, bls. 46.
19 Jón Sigurðsson til Jens Sigurðssonar, kaupmannahöfn 22. desember 1855, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 226.
20 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 26. ágúst 1844, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 78.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage43