Saga - 2011, Side 64
Fyrsti hluti rannsóknarinnar er greining á hagrænum hugmynd-
um og hagstjórnarstefnu yfirvalda í Danmörku.22 Á grundvelli
þeirrar athugunar var skoðuð tilkoma hagstjórnarstefnu á Íslandi,
hvernig yfirvöld í Danmörku og á Íslandi fóru smám saman að auka
afskipti sín af landshögum og þar með einnig því sem þeim þótti til
framfara horfa. Fyrir 1700 má segja að stjórnvöld í Danmörku hafi
látið landshagi og afkomu landsins að mestu afskiptalausa, ef frá er
talinn rekstur konungseigna og stjórnun á fyrirkomulagi verslunar-
mála.23 Að lokum er sérstaklega farið í saumana á því hvernig litið
var á handiðnað24 á Íslandi á 18. öld, hvaða hugmyndir menn höfðu
um eflingu hans og til hvers hann ætti að leiða.25
Breytingar á ullariðnaði voru kjarninn í hugmyndum ráðamanna
og annarra sem um handiðnað skrifuðu á 18. öldinni, hvort heldur
það var í Danmörku eða á Íslandi. Umfang ullarvinnslu var mjög
mikið. Sérstaða ullariðnaðarins var kannski einnig sú, miðað við
aðrar iðngreinar sem handverksmenn sinntu, að almenningur tók
virkan þátt í framleiðslu ullarvaranna þótt útlærðir handverksmenn
sæju um lykilþætti framleiðslunnar. Innleiðing handiðnaðarins og
aðlögun heimilisiðnaðar að nýjum framleiðsluaðferðum snerist því
mikið um að auka afköst, auka gæði og koma á markvissri stefnu í
framleiðslu almennings. Þar með myndi hagur heildarinnar batna.
Úrtaksrannsóknir á tveimur verslunarsvæðum þjóna því hlutverki
að grafast fyrir um hvort og hvernig breyttar áherslur yfirvalda í
ullar iðnaði náðu til almennings.26 Sérleyfishafar yfirvalda, Hið ís -
lenska hlutafélag og verslunarfélögin, skipta því miklu máli.
hrefna róbertsdóttir64
22 Wool and Society, bls. 81–128 (3. Boundaries of economic Thought and Policy
in Denmark-Norway).
23 Harald Gustafsson, „Stjórnsýsla“, Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Ritstj. Ingi
Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1990), bls. 46–53. — Ole
Feldbæk, Danmarks økonomiske historie 1500–1840 (Herning: Systime 1993), bls.
92–105.
24 Hugtakið handiðnaður er hér notað fyrir erlenda heitið manufactur. Handiðnað
í þessari merkingu má skilgreina sem sérhæfða vinnslu byggða á því að verið
er að framleiða ákveðna vöru samkvæmt ákveðnu ferli. Handiðnaður er að
jafnaði ekki tengdur vélvæðingu. Á handiðnaðarverkstæðum voru löngum
notaðar faglegar aðferðir löggilts handverks, en daglegt vinnuskipulag var
annað en á litlum verkstæðum handverksmanns og sveina hans.
25 Wool and Society, bls. 129–227 (kaflar 4. emergence of economic Policy in
Iceland og 5. The Manufacturing Field in Iceland).
26 Wool and Society, bls. 230–357 (kaflar 6. Northeast Iceland og 7. Southwest
Iceland).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage64