Saga - 2011, Side 74
vinnuaflsins og æskilegrar formgerðar er einnig að finna í sjálfri
vinnulöggjöfinni. Slík löggjöf taldist hluti af lögreglutilskipunum.50
Á Íslandi tókst ekki að setja heildstæða lögreglutilskipun á 17. og
18. öld, en mörg ákvæði voru þó sett um vinnu manna. Lögreglu -
tilskipanir á Íslandi voru settar eftir fyrirmyndum frá Danmörku. Í
lok 17. aldar var þess getið í formála að Dönsku lögum að setning
slíkra tilskipana væri m.a. grundvöllur fyrir því að handiðnaður
gæti þrifist og orðið landinu til eflingar.51 vinnulöggjöf á Íslandi tók
breytingum frá lokum 17. aldar til loka 18. aldar og endurspeglar
viðhorf til vinnuaflsins. Hinn félagslegi rammi vinnunnar varð ítar-
legri og nákvæmari, sveigjanlegri fyrir suma og stífari fyrir aðra.52
Ákvæði um vinnuhjú eru þar mikilvægust og eru grunnurinn undir
allt fyrirkomulag ullarframleiðslu í landinu.
Í vinnulöggjöfinni voru lagðar línur fyrir vinnu, laun, hegðun,
réttindi og skyldur landsmanna. Ársvistir voru meginreglan og
vinnuhjú voru sett undir húsaga. Undanþága var fyrir lausamenn
ef þeir áttu ákveðnar eignir. Almenn ákvæði um sérhæfðar vefkon-
ur og trésmiði 1685 og 1720 sýna að þá voru þau enn undir ársvista -
fyrirkomulagi en höfðu hærra kaup en almenn vinnuhjú. Uppkast
að nýrri lögreglutilskipun var gert 1720. Þar voru laun betur skil-
greind og aukið tillit tekið til fiskveiða sem reglubundins þáttar í
starfi vinnumanna. vefnaður var enn kvennavinna. Húsagatil skip -
unin árið 1746 var margfalt ítarlegri en fyrri ákvæði og skilgreindi
betur réttindi og skyldur bæði húsbænda, vinnuhjúa og lausa-
manna. Auk þess var húsbændum gert skylt að kenna öllum börn-
um og hjúum lestur og ala þau upp í aga, iðni og góðum siðum.
Árið 1771–1772 var enn reynt að setja heildarlögreglutilskipun, en
hrefna róbertsdóttir74
50 Um lögreglutilskipanir í Danmörku, sjá Inger Dübeck, „„Alt hvis Politien
egentlig vedkommer …“. Forholdet mellem Danske Lov og den såkaldte
politiordning“, Med lov skal land bygges og andre retshistoriske afhandlinger. Ritstj.
Ditlev Tamm (Án st.: Jurist- og Økonomforbundets Forlag 1989), bls. 227–238.
51 Breytingar á þessum tilskipunum tengdust líka oftar en ekki starfsemi kom-
merce-kollegíanna innan stjórnsýslunnar, sem tóku á margs konar landshags-
málum. Wool and Society, bls. 150–156 (undirkafli í 4.2: Police Ordinances and
the Workforce).
52 Sjá Wool and Society, bls. 152 (Tafla 4.2. General police ordinances and special
regulations on the workforce 1685–1786). Tilskipanir eða tilraunir til að setja
þær eru til frá árunum 1685, 1701, 1720, 1746, 1771–1772, 1783 og 1786. Til
viðbótar því sem þar er getið ber að nefna tilskipunina um afnám einokunar-
verslunarinnar 1786, en þar er líka fjallað um réttindi handverksmanna.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage74