Saga - 2011, Qupperneq 111
lasta og hvort og þá hvernig ætti að sporna við þeim sem mótaði
þessa tvo fyrrnefndu hugmyndastrauma.21
Það er óþarfi að fjölyrða um siðbótastefnu kvenréttindasinna á
19. öld og fram á 20. öld. Sú saga er vel þekkt og svo samofin sögu
kvenréttinda að aðrir straumar, líkt og frjálsar ástir, komast stund-
um hreinlega ekki að í sagnfræðiverkum um kvenfrelsishreyf-
inguna.22 viðhorfum kvenréttindasinna til tvöfalds siðgæðis, kyn-
verundar og kynlífs er lýst á skorinorðan hátt af félagsfræðingnum
véronique Mottier:
Herferðir siðbótasinnaðra kvenréttindasinna um aldamótin 1900 nýttu
bæði siðferðilegar og líffræðilegar hugmyndir samtímans um kynver-
und til að réttlæta þörfina á að vernda konur fyrir skelfilegum afleið -
ingum karllægs losta. konur voru settar í hlutverk verndara almenns
og persónulegs siðgæðis; kvenréttindasinnar viðhéldu þannig ráðandi
hugmyndum um kvenlegar dyggðir. virðing kvenna byggðist á hrein-
lífi og skírlífi um leið og fjöllyndar konur voru álitnar siðlausar og skil-
greindar sem hórur.23
„lauslætið í reykjavík“ 111
21 Afstaða baráttukvenna gegn vændi, lauslæti og áfengisdrykkju var þó ekki
byggð á siðprýðinni einni saman heldur mótaðist hún af hugmyndinni um
tvöfalt siðgæði, sem síðar verður rædd, auk hins lagalega og félagslega
ójöfnuðar sem konur bjuggu við. Áhrif siðprýðinnar skipuðu þó verulega stór-
an sess í baráttu þeirra gegn löstum, enda börðust sumar af hinum „siðprúðu“
kvenréttindakonum einnig gegn löstum sem ekki gátu talist til orsaka eða
afleiðinga bágborinnar stöðu kvenna í samfélaginu, eins og sjálfsfróun, nekt á
listasöfnum o.s.frv. Sbr. Olive Banks, Faces of Feminism, bls. 63–84. Um afstöðu
gegn nekt og sjálfsfróun, sjá dæmi bls. 69–70. kristín Ástgeirsdóttir vitnar í
sænsku fræðikonuna Inger Hammar og telur að kristnar hugmyndir um hlut-
verk kvenna í uppeldi þeirra skýri að stórum hluta togstreituna á milli kven-
frelsiskvenna um málefni á borð við siðferði í kynlífi. Sjá kristín Ástgeirsdótt-
ir, „Í anda kristilegs kærleika“, bls. 108.
22 Sjá Joanne e. Passet, Sex Radicals, bls. 4. Í nýlegu inngangsriti um femínisma
eru hvorki frjálsar ástir né frægustu talsmenn þeirrar hugmyndafræði nefnd á
nafn. Sjá Margaret Walters, Feminism. A Very Short Introduction (Oxford: Oxford
University Press 2005) og svipaða sögu er að segja af annars umfangsmiklu
yfirlitsriti Richards evans. Sjá Richard J. evans, The Feminists.
23 véronique Mottier, Sexuality, bls. 52–53. „First-wave feminist campaigns
mobilized both the moral and the biological model of sexuality to argue for the
need to protect women from the dire consequences of male lust. They placed
women in the role of guardians of public and private morality, thereby repro-
ducing the prevalent social models of femininity of the time, which based
female respectability on virginal purity or married chastity, while the immoral,
‘depraved’ behaviour of sexually promiscuous women defined them as ‘who-
res’ either metaphorically or literally.“
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage111