Saga - 2011, Blaðsíða 193
193aldarafmæli
að sitja þar í nær annan áratug, m.a. ásamt þeim prófessorum Jóni og
Þorkeli. Stjórnarfundir voru haldnir á heimili forsetans á Laufásvegi 25, svo
að ég, sem átti þar heima, fylgdist stundum með þegar þessir framámenn
sagnfræðinga birtust þar til að ráða ráðum sínum á kontór afa míns,
virðulegir menn, tveir rosknir, einar og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu-
stjóri, tveir á miðjum aldri, Þorkell og Guðni Jónsson magister, en Jón
Jóhannesson sýnu yngstur, þá 36 ára, en leit út fyrir að vera eldri í augum
unglingsins, fremur alvarlegur í fasi og traustvekjandi.
Senn rak að því að sá sem þetta ritar settist á háskólabekk til náms hjá
þeim prófessorum sem hann hafði séð koma til fundar við afa hans. Fyrir
nær sex áratugum, októberdag einn 1951, var komið saman í lítilli stofu á
efri hæð hinnar glæsilegu skólabyggingar á Melunum. Þetta var fámennur
hópur stúdenta frá fyrri árum að halda áfram yfirferð námsefnis, en nú
bættust þeir við sem útskrifazt höfðu um vorið úr menntaskólunum syðra
og nyrðra, þrír úr hvorum skóla. Í íslenzkum fræðum, sem svo kölluðust,
var það fyrir mig sagan, sagnfræðin, sem hafði það aðdráttarafl sem gerði
að verkum að ég var setztur þarna á bekk.
Nú var kennarans beðið með eftirvæntingu. við heyrðum fótatakið —
það var kannski dálítið sérstakt — og þegar hann birtist, fremur lágvaxinn og
grannvaxinn, dökkhærður með stór kollvik, fríður sýnum og greindarlegur,
sáum við að hann stakk við: Hér gekk sem sagt inn prófessor dr.phil. Jón
Jóhannesson, nýkominn frá Oxford, eftir ársdvöl í englandi þar sem hann
hafði verið við framhaldsnám veturinn á undan. Hann hafði fengið skipun
í embætti prófessors 1. janúar 1951. Hann heilsaði okkur og tjáði að hans
kennslusvið væri yfirferð Íslandssögu frá upphafi landsbyggðar til
siðaskipta. ekkert eitt grundvallarrit væri þó til um þetta efni, sem hægt
væri að styðjast við, en rit um hina ýmsu þætti Íslandssögu, sem vísa mætti
á sem lestrarefni. Ég man ekki nú hvort hann minntist á að hann væri sjálf-
ur að vinna að slíku grundvallarriti til háskólabrúks. Hitt man ég, að hann
sagðist mundu hafa fyrirlestra um námsefnið, sem hann gerði ráð fyrir að
stúdentar gætu ritað upp eftir honum og hagnýtt sér að vild. Þessu höfum
við verið viðbúin, því að við tókum upp úr töskum okkar blöð eða stíla-
bækur og hófum að rita upp eftir kennaranum, eins nákvæmlega og við gát-
um, helzt hvert orð sem hann lét frá sér fara, enda las hann upp efnið hægt
og skýrt og við höfðum nóg að gera.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, þegar ég fór að hugsa um Jón
Jóhannesson og hvað ég ætti að segja um þennan góða kennara okkar
nýstúdenta haustið 1951. Og þegar ég dró fram úr gömlum plöggum mín-
um stílakompur, sem ég hafði varðveitt, með fyrstu fyrirlestrunum,
skrifuðum eftir Jóni Jóhannessyni, kom margt af efninu ljóslifandi upp í
hugann. Ég læt stundarkorn hugann reika til hins liðna, legg ósjálfrátt við
hlustir, tilbúinn með pennann, þegar kennarinn hóf að lesa fyrir eftirfarandi
um heimildakönnun:
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage193