Saga - 2011, Page 227
sjúkratryggingar og ellitryggingar og „að verkamenn fái hlutdeild í arði
þeirra fyrirtækja sem þeir vinna við“ (bls. 56–57). Þarna var sveigt mjög frá
stefnu flokksins en Gunnar skýrði þetta sjálfur síðar með vísun í nýjan tíðar-
anda. Frávikin urðu fleiri; árið 1934 vildi Gunnar að Sjálfstæðisflokkurinn
kynnti sér skipulag og áróðursaðferðir vel skipulagðra pólitískra flokka
erlendis „t.d. nazista- og fasistaflokksins“ (bls. 79). Höfundur ver nokkru
rými í að færa rök fyrir því að Gunnar hafi þrátt fyrir það ekki aðhyllst hug-
sjónir eða stefnu nasista (bls. 98–100), þótt í ljósi sósíaldemókratískra til-
hneiginga Gunnars skömmu áður hafi ekki verið tilefni til að ætla honum
slíkt. Ljóst er þó að Gunnar og margir félagar hans eru í nokkurri tilvistar-
kreppu á þessum tíma og því leitandi að nýjum fyrirmyndum, hvort held-
ur meðal jafnaðarmanna eða þýskra nasista þegar svo bar undir. Þetta kall-
ar á sagnfræðilega greiningu á því hvers vegna frjálslyndur borgaralegur
flokkur var í hugmyndalegri kreppu á fjórða áratugnum, árum heims -
kreppunnar, en höfundur gerir enga tilraun til þess, þótt vissulega sé stund-
um vikið að kreppunni (t.d. á bls. 96). Þó má ætla að reynslan af fjórða ára-
tugnum hafi haft mótandi áhrif á Gunnar, eins og marga jafnaldra hans, og
hún gæti verið skýring á því að hann var ekki sammála nýfrjálshyggjuhug-
myndafræðinni sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á oddinn í alþingiskosning-
unum 1979 (bls. 460–463). Lesendur fá því tæplega nægar upplýsingar til að
setja sig inn í pólitíska hugsun Gunnars Thoroddsens.
Hið sama má segja um fróðlega umfjöllum um borgarstjóraferil Gunn -
ars, þegar valdaeinokun Sjálfstæðisflokksins gerði það að verkum að „(þ)eir
gátu beitt áhrifum sínum, sýnt hverja gott væri að styðja og hyglað eigin
fólki“ (bls. 219–222). Þessu kerfi er vel lýst í bókinni og reynir höfundur ekkert
að fegra hlut sögupersónunnar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Gunnar
hafi hvorki verið „betri né verri en flestir aðrir sem gegndu áhrifastöðum í
valdakerfinu“ (bls. 222). en hvers vegna var valdakerfið svona? voru það
pólitískir, félagslegir eða stofnanalegir þættir sem skiptu mestu máli fyrir
það? Og hverjir voru möguleikar einstaklings í valdastöðu til að hafa áhrif á
kerfið og færa það til betri vegar? við erum litlu nær um það.
Tvisvar tók Gunnar Thoroddsen afstöðu gegn eigin flokki svo eftir var
tekið. Í annað skiptið var það af hugsjónaástæðum, þegar hann talaði gegn
bandarískum herstöðvum á Íslandi árið 1945. Þar dró Gunnar þó fljótlega í
land og sjálfstæði hans í þessu máli dró ekki mikinn dilk á eftir sér (bls.
202–211). Í hitt skiptið var það af persónulegum ástæðum, þegar Gunnar
studdi tengdaföður sinn Ásgeir Ásgeirsson í forsetakjöri 1952 þvert á
yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Bjarna Jónsson. virðast
margir sjálfstæðismenn aldrei hafa fyrirgefið honum þá afstöðu og er þeirri
dramatísku atburðarás rækilega lýst í bókinni (bls. 222–251). Sá kali hafði
áhrif þegar forsetakjörið 1968 nálgaðist og Gunnari hafði verið lýst í erlend-
um fjölmiðlum sem „Republikkens kronprins“ (bls. 279) og „sagaøens
kommende førstemand“ (bls. 285). Forsetakosningarnar árið 1968 reyndust
ritdómar 227
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage227