Saga - 2011, Qupperneq 231
og þeirra sem eru á lausum kili. Þar á eftir fylgir merkileg samræða í kjölfar
þess að lesin var riddarasaga í næturstað Árna. „Urðu um hana ýmislegir
dómar, vildi sumt fólkið halda hana sanna, en fleira ósanna, og lenti seinast
saman um það tveimur kerlingum. en ferðamaður vor Árni setti við það
eyrun sem hann mátti og festi í minni vísindi þeirra til að innfæra í bók
sína“ (kafli 4, bls. 10). Þessi samræða kvennanna tveggja, sem auðkenndar
eru með bókstöfunum A og B, beinist fljótlega að sannleiksgildi Biblíunnar
og hvaða sagnir sé þar að finna og hverjar ekki. eins má sjá í kafla 28
hvernig saga flutt á kvöldvöku verður kveikjan að samræðum tveggja gam-
alla kvenna, vinnukonu og niðursetnings, sem Árni heyrir og skráir. koma
þar við sögu álög lögð á kam, son Nóa, að hann og öll hans ætt skyldi verða
að blámönnum og sagnir af þríhöfða þursum hverra tilvist þær eru ekki á
einu máli um.
Hvað er satt og hverju logið í gömlum og nýjum sögnum er sagnfræð -
ingnum og upplýsingarmanninum Jóni espólín einkar hugleikið efni og
einn af sterkustu þráðum sögunnar af Árna ljúflingi. Þannig ber kafli 24 yfir-
skriftina „kristni saga“ og hefur að geyma samræður tveggja vinnumanna,
sprottnar af erlendum tíðindum. Annar kveður upp úr um að hann telji að
fleiri séu kristnir en heiðnir í veröldinni um þann tíma, en sá síðari and-
mælir því. Hefst þar með rökræða sem leiðir þá víða um heim og snýst að
miklu leyti um trúarbrögð Tyrkja og mörk hins kristna heims og hins
heiðna. einnig má til telja snarpar samræður um hreysti og drenglyndi forn-
manna í samanburði við linku samtímamanna Jóns og Árna og sannleiks-
gildi fornra sagna, ekki einungis Íslendingasagna heldur einnig riddara- og
fornaldarsagna og sagna úr kristinni arfleifð. kaflarnir eru mislæsilegir og
misskemmtilegir en þegar best lætur eru samræður fólks, sem þar birtist
jafnan nafnlaust en auðkennt með stöðu og bókstöfum, sprellfjörugar og
galsafengnar frá hendi höfundar.
Formáli einars Gunnars Péturssonar upp á tæpar 30 blaðsíður fjallar að
mestu um eiginhandarrit Jóns espólín af sögunni, tilurð þess og varðveislu-
sögu. Nokkuð er til af heimildum sem varpa ljósi á ferðalag þessa handrits
í gegnum nítjándu öldina og fram í þá tuttugustu, frá láti höfundar og þar
til það er komið í handritageymslur. Munar þar mest um samskipti tveggja
alþýðufræðimanna og handritasafnara, Jóns Borgfirðings og Sighvats
Grímssonar sem einnig kenndi sig við Borgarfjörð. einar Gunnar rekur sam-
skipti þeirra um þetta efni frá miðjum níunda áratug nítjándu aldar all -
nákvæmlega og veitir þannig innsýn í hugarheim og vinnulag tveggja af
merkustu og afkastamestu fulltrúum þeirrar alþýðlegu handritamenningar
sem stóð í blóma á síðari hluta aldarinnar. Sem hluta af þeirri sögu birtir
einar Gunnar í heild sinni formála að Árnasögu sem Borgfirðingarnir tveir
unnu saman og liggur með uppskrift Sighvats af sögunni frá 1885.
Þessi varðveislusaga er í raun brennipunktur formálans, en aðrir áhuga-
verðir fletir á þessari útgáfu sitja fyrir vikið á hakanum, svo sem umfjöllun
ritdómar 231
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:13PMPage231