Jökull


Jökull - 01.01.2016, Side 118

Jökull - 01.01.2016, Side 118
Helgi Björnsson verkfræðinginn Austin Kovacs um að stjórna leitinni (hann er einnig eigandi fyrirtækis, sem smíðar ís- og snjóbora, Kovacs Enterprise). Austin Kovacs var vel- þekktur fyrir mælingar sínar á þykkt hafíss og lagn- aðaríss á stöðuvötnum með jarðsjá. Snemma árs 1988 kom Kovacs til Íslands og leit á mælitæki okkar og niðurstöður mælinga frá 1983 og 1984, þar sem skýrt kemur fram, að vélarnar hefðu grafist í þíðjökul og beita yrði íssjá með 5 MHz tíðni til þess að sjá þær. Kovacs fór þó með jarðsjá til Græn- lands, sem hann taldi, að gæti séð vélarnar. Tækin voru dregin um leitarsvæðið með plastbíl á beltum (750 punda með 6 beltum og fjögurra strokka vél). Flogið hafði verið með bílinn til Dye-3 radarstöðvar- innar á hábungu Grænlandsjökuls, og Gordon Scott og Richard Taylor óku bílnum þaðan á hraðanum 3 km á klst. (gönguhraða) eftir kompás, en nær ekkert talsamband var á leiðinni. Ferðin sóttist seint, öxlar brotnuðu, þeir urðu bensínlausir, en Epps, sem fylgd- ist með ferðum þeirra, henti varahlutum niður úr flug- vél, svo að þeir kæmust á leiðarenda. Kovacs hafði einnig með sér segulmæli, gufubor, rafstöðvar, sleða og GPS tæki. Kanadamaðurinn Bill Thuma, sem áð- ur er nefndur, var kallaður til þess að stjórna leit með segulmælinum. En ekki fundust vélarnar með þessum búnaði. Svo fór, að Kovacs hélt heim af jöklinum, og haft var eftir forsvarsmönnum GES, að hann hefði vantað lipurð til þess að stjórna hópi leitarmanna. Sjálfur sagði Kovacs höfundi þessarar greinar (2012), að of margir hafi vilj- að stjórna þessum leiðangri árið 1988. Epps og Taylor voru ekki frekar en Rajani miklir skipuleggjendur. Nú ákváðu Epps og Taylor (GES) að leita til okkar. Við Arngrímur og Jón Sveinsson flugum frá Reykjavík til Kulusuk 28. júní 1988 og frá Kulusuk á jökulinn 30. júní. Hinn 1. júlí settum við upp langt móttökuloftnet og stutt sendiloftnet. Við staðsettum allar vélarnar á sama hátt og árið 1983. Afmörkuð- um við loks reit á jöklinum, sem var 2×2 metrar, og sögðum hann vera beint yfir B-17 vél. Svo var borað á þeim stað með bræðslubor (sem gerður var úr bíl- þvottatæki) niður á vélina, og var hún á 78 m dýpi (258 fet). Sex holur hlið við hlið hittu búkinn, en þeg- ar borað var fjær, var engin fyrirstaða. Nú voru fimm ár liðin, frá því að við fyrst fundum vélarnar, og við höfðum talið þær vera á 70–75 m dýpi. Á þeim tíma gætu 7 m af snjó hafa bæst ofan á þær. Nú voru lesin GPS hnit yfir hverri vél og þar skilin eftir tvö sendi- tæki og málmhlutir, sem finna mætti aftur að ári. Kovacs sagði síðan í bréfi haustið 1988, að við nána skoðun á mæligögnum frá jarðsjá sinni sæi hann endurkast frá flugvél. Skýring á því, að hann fann ekki vélarnar með sínum tækjum, gæti verið sú, að hann hafi leitað á röngu svæði, en einnig gæti hafa verið of langt á milli mælilína þeirra. Jarðsjá hans hafi ekki séð nógu vítt til hliðar, en beint yfir vélunum hefði hann séð þær. Við þetta vil ég bæta, að 15 m voru milli mælilína þeirra. Árið 2012 hitti ég Kovacs á ráðstefnu í Alaska, og hann sagði mér, að eftir að hann kom úr heimsókn til okkar í Reykjavík vorið 1988, hefði hann sagt Epps og Taylor, að þeir skyldu leita til okkar, vegna þess að við hefðum fundið vélarnar árið 1983. Epps hefði hins vegar ekki viljað það. Við hefðum unnið fyrir Rajani. Leiðangur 7.—31. júlí 1989 Sumarið 1989 vorum við enn beðnir að staðsetja vél- arnar. Leiðangursmenn urðu hvergi varir við sendi- tæki eða málmhlutina, sem skildir höfðu verið eftir árið áður. Jón og Arngrímur fundu allar vélarnar á ein- um degi með sama hætti og áður (um 20. júlí). Flug- maðurinn Fáfnir Frostason (kallaður Iceman) hafði nú bæst í hóp Íslendinga og flaug Cessna 185 skíðavél. Nú höfðu leiðangursmenn flutt á jökulinn mikinn bún- að á DC-3 (Þristi), sem einnig var með skíðum. Fyrst bræddu þeir holu niður að B-17 vél (Big Stoop) með því að dæla heitu vatni niður í plastslöngu. Síðan fóðr- uðu þeir holuna með 10 cm víðu plaströri og stungu niður í hana 80 m langri málmstöng með skurðhníf á endanum, og með handknúnu vogarafli tókst þeim að skera tvo búta úr væng vélarinnar (úr álröri og frá olíutanki). Þetta var mikilvægur áfangi, vegna þess að leyfi til leitar, sem GES hafði fengið frá dönsk- um stjórnvöldum, var að renna út. Snemma árs 1990 fékkst leyfið framlengt. Að því loknu boruðu þeir 3 feta víða holu með bræðslubor, sem enn einn nýr liðsmaður, Don Brooks, hafði hannað og sett saman af miklu hugviti ásamt verkfræðingnum Gil Lund (norskættaðum frá Seattle, Hamilton Engineering Inc.). Tækið kallaði Taylor 118 JÖKULL No. 66, 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.