Jökull


Jökull - 01.06.2000, Síða 45

Jökull - 01.06.2000, Síða 45
Helgi Björnsson et al. hefur undir Mýrdalsjökli. Botn undir Kötlujökli hefur hins vegar ekki enn verið mældur. Ísstraumar. Þykkastur er Mýrdalsjökull um 740 m í nyrðri hluta öskjunnar þar sem 12 km svæði er þakið meira en 600 m þykkum ís (8. mynd). Utan við öskjuna er jökullinn mest um 450 m þykkur, yfir geil í framhaldi Eldgjárinnar. Á öskjubörmum Háabungu og Goðabungu er jökullinn 150 to 200 m þykkur. Meg- inhluti Sléttjökuls er 200-300 m þykkur eins og Sól- heimajökull. Um 20% af botni Mýrdalsjökuls og 55% af yfirborði hans eru yfir 1000 m (9. mynd). Heildar- rúmmál Mýrdalsjökuls er um 140 km  og meðalþykkt 230 m. Meginísaskil liggja á börmum öskjunnar að sunn- an, vestan og austan (10. mynd). Kötlujökull flytur ís frá meginhluta öskunnar, allt frá ísaskilum við Entu- jökul. Sólheimajökull er allt að 500-600 m þykkur ís þar sem hann teygist 1-2 km inn fyrir rima öskjunn- ar á söðlinum milli Háubungu og Goðabungu. Sand- fellsjökull flytur ís frá norðausturhluta öskjunnar og Kötlukollar skilja hann frá Kötlujökli. Sléttjökull og Botnjökull skríða niður norðurhlíð megineldstöðvar- innar en flytja ekki ís úr öskjunni. Vatnasvæði, sigkatlar og jarðhitasvæði. Mýr- dalsjökull veitir stöðugt vatni í margar ár en einnig safnast bræðsluvatn undir sigkatla á jarðhitasvæðum og hleypur þaðan í smáskvettum. Á yfirborðskortinu frá 1991 mátti greina 12 sigkatla, sem höfðu myndast vegna jarðhita undir jöklinum, 20 til 50 m djúpa og 500 til 1000 m að þvermáli (4. mynd). Af botnkort- inu sést að jarðhitavirknin er rétt innan við öskjubarm- ana þar sem bræðsluvatn nær að hripa niður lóðréttar sprungur í berginu. Stöðug brennisteinslykt af Jökulsá á Sólheimasandi bendir til sírennslis undan sigkatli á söðlinum milli Goðabungu og Háubungu (sjá safn- svæði á 10. mynd, 2 km ). Í Fremri-Emstruá hleypur hins vegar frá sigkötlum austan í Goðabungu og undan þremur kötlum vestan við Kötlukolla koma smáhlaup í Múlakvísl og Leirá. Vatn virðist ekki safnast fyrir í öskjubotninum heldur renna þaðan suðaustur niður Kötlujökul. Vatnaskil við jökulbotn eru dregin upp frá vatna- skilum við jökuljaðarinn og umlykja þau svæðið sem veitir vatni að einstökum jökulám (11. mynd, 2. og 3. tafla). Við mat á legu þeirra var reiknað með að vatns- þrýstingur við jökulbotn væri jafn ísfargi. Þrjú meg- invatnasvið eru innan öskjunnar: að Kötlujökli (60 km ), Entujökli (20 km ) og Sólheimajökli (20 km ). Sé litið á allan jökulinn fellur vatn af um 310 km svæði til Mýrdalsjökuls, 110 km svæði til Sólheima- og Skógasands og 170 km að Markarfljóti. Gosstöðvar. Öll gos sem lýsingar eru til um hafa orðið í austurhluta öskjunnar og jökulhlaup fallið nið- ur á Mýrdalssand (árin 1625, 1660, 1721, 1755, 1860, 1918). Frásagnir benda til þess að gosin hafi orðið á einstökum gosopum og sprungum. Árið 1625 færð- ust gosopin til austurs frá megingígnum meðan á gosi stóð (Þorsteinn Magnússon (1626, p. 208). Við gos- ið 1721 lækkaði jökullinn svo vegna bráðnunar að ís- laus klettur kom í ljós, sem hafði verið hulinn jökli í meira en 100 ár (handrit í Safni til Sögu Íslands, p. 228; Eggert Ólafsson, 1772). Árið 1755 kom gos fyrst upp á tveimur stöðum og var annar í norðri frá Holti í Mýrdal (1. mynd), en tveimur mánuðum eftir upphaf gossins sáust fimm gígar (Jón Sigurðsson, 1755, p. 236; Eggert Ólafsson, 1772). Af þessu má ætla að gosið hafi á sprungu innan öskjunnar, sem teygði sig að vesturbrún hennar. Hér er þeirri tilgátu varpað fram að sprungan hafi náð að hryggnum austur úr Goðabungu, en við upphaf goss- ins hafi vatnsrás opnast austur að Kötlujökli svo að hlaupið hafi farið þá leið (12. mynd). Gosstöðvar ná- lægt upptökum Sólheimajökuls gætu hins vegar hafa valdið auknum vatnsaga undir honum og hleypt hon- um fram, því að „meðan á gosinu stóð gekk jökull- inn líkt og í bylgjum, hækkaði ýmist eða lækkaði og að lokum belgdist hann svo upp að hann er nú helm- ingi hærri en áður“(Eggert Ólafsson, 1772). Við gos- ið hitnaði einnig undir Eyjafjallajökli svo að íslaus- ir tindar risu upp úr jöklinum og svartir klettar sáust milli þeirra. Gosið 1755 er talið stærst allra frá Kötlu frá því land byggðist. Upp komu 1.5 km  af gjósku (Sigurður Þórarinsson, 1975). Árið 1823 lýsti Jón Austmann, (1845, p. 255 og 262) gosstöðvum í suðaustanverðri öskjunni, norð- austan í slakka frá hæstu brún jökulsins (Háubungu, innskot höf.). Þetta gos gæti hafa orðið á 2-3 km löng- um hrygg NNV frá austurbrún Háubungu (12. mynd). Af lýsingu Gísla Sveinssonar (1918) og Guðgeirs Jóhannssonar (1919) má ætla að gosið 1918 hafi kom- 44 JÖKULL No. 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.