Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 87

Jökull - 01.06.2000, Page 87
Oddur Sigurðsson Oddur Sigurðsson jarðfræðingur kom daginn eftir og staðfesti fyrrgreindan atburð. Undraðist hann bæði flóðið og það feiknalega magn af jarðefnum er það bar fram. Engar heimildir eru um slíkar náttúruhamfarir áður í Kaldalóni, en leifar af jökulgarði frá suðurhlíð nokkru innan Silungatjarna mikið eyddur af vatna- gangi sem best sést á stórgrýtisdreif framan við hann, en þarna er slétt land milli hlíða um 2 km sýnir að vatnagangur er engin nýlunda á þessum slóðum. Þurfti fólk á Ármúla sunnan Lóns og Lónseyri að norðan alls ekki að verða þess vart, enda átti það engin erindi í Innra-Lón sem svo heitir næst jökli innan Hóla nema smala á haustin. En svo kom vegur og brú og glögg- skyggnt fólk á borð við Pál og Önnu. Leirufjarðarjökull – gekk fram um 42 m frá 11. októ- ber 1997 til 6. júní 1998, 15 m í viðbót til 22. ágúst og loks 18 m til 26. september. Að sögn Sólbergs Jóns- sonar er jökulstálið 15-20 m hátt að vestan en lægra að austan og ryður ekki miklum jarðvegi á undan sér. Mikið hefur verið í jökulánni í sumar en fannir með minnsta móti í Leirufirði í haust. Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson fór ásamt Guðmundi Ágústssyni til jöklamælinga úr Reykjar- firði þann 13. september. Snjóað hafði í fjöll nokk- uð niður fyrir jökulsporð. „Ásýndum var sporðurinn álíka og síðustu ár, en ofan við mesta hallann virð- ist mér hann meira sprunginn en í fyrra. Þá var að sjá hærra uppi á jöklinum víðáttumeira sprungusvæði en áður.“ skrifar Þröstur í bréfi. Hann sendi með GPS- hnit fyrir nokkra staði sem koma við hopsögu jökuls- ins og vandlega uppsettar myndir með skýringum. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull – Gömlu merkin fundust ekki vegna veðurs og fannfergis. Þann 12. september 1998 voru reist ný jöklamerki, járnstöng merkt „JÖRFI 192“ í urðinni nokkuð upp frá ánni og álrör 90 m nær jökli. Vanhöld á merkju hafa valdið vandræðum á þessum stað og er vonandi bætt úr þeim vanda með þessari ráðstöfun. Grímslandsjökull – var kominn á kaf í snjó fyrstu vik- una í september og gaf því ekki til mælinga. Leiðrétting/erratum Þau leiðu mistök urðu í yfirliti yfir jöklabreytingar í síðasta hefti að ljósmynd af Reykjafjarðarjökli sner- ist í spegilmynd sína. Því er myndin endurbirt hér. Séð úr lofti til suðurs yfir Reykjarfjarðarjökul til Hrollleifsborgar og Reyðarbungu í Drangajökli. – Aerial view toward south of Reykjarfjarðarjökull outlet glacier in Drangajökull ice cap. Ljósm./Photo Guðmundur Ágústsson 4. október 1996. Langjökull Hagafellsjökull eystri – Undir haust fréttist af hreyf- ingum í jöklinum inn af Jarlhettum. Ekki sýndu mæl- ingar Theodórs 1. október neina hreyfingu á sporð- inum en komnir voru áberandi sprungukollar nokk- urn spöl uppi í jöklinum. Sett var röð af stikum út frá jökuljaðrinum til að hægara væri að átta sig á hraða framskriðsins ef gangur kæmi í jökulinn. Jafn- framt mælingu á jökulsporðinum hefur Theodór mælt í ákveðnum sjónlínum hallan frá fastmerkinu upp í sjóndeild við jökulbunguna. Í einni þessara lína hækk- aði jökullinn greinilega frá fyrri mælingum. Uppdrátt- ur og línurit fylgdu eyðublöðunum. Hagafellsjökull vestri – Hér varð ekki vart merkja um hreyfingu eins og í eystri jöklinum og engir sprungu- kollar sáust. Samt voru einnig settar stikur hér ef gangur kæmi samtímis í báða jöklana eins og 1980. Kirkjujökull – Erfitt er að greina jökuljaðarinn vegna urðar sem þar liggur. Því var einnig mælt að jökulísn- um innan við urðina til viðmiðunar. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri – Einar Hrafnkell skrifar á mælingarskýrsluna að jökullinn sé í þröngu gili. Ís- hellir er þar manngengur nokkra tugi metra inn undir jökulinn. Um 100 m ofan við sporðinn er stór svelg- ur. Jökullinn er samfelldur ofan mælistaðar en víða 86 JÖKULL No. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.