Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 95

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 95
Magnús T. Guðmundsson botn Virkisjökuls í Öræfasveit. Annar hópur á veg- um háskólans í Keele í Englandi vann í samstarfi við Óskar Knudsen jarðfræðing að rannsóknum á setlög- um á Skeiðarársandi, einkum í tengslum við Skeiðar- árhlaupið 1996. Framhlaup í Hagafellsjöklum Síðastliðið haust varð vart við ókyrrð í Hagafellsjökl- um sem ganga suður úr Langjökli. Töluverðar sprung- ur mynduðust á efri hluta jöklanna og framskrið náði sporði ofarlega við Jarlhettur. Ekki er fullljóst hver framþróunin hefur orðið en í desember var svo að sjá að framhlaupið hefði hægt á sér eða jafnvel hætt. Nauðsynlegt er að huga að þessum jöklum á næstunni til að fylgjast með framvindunni. Eldgos í Grímsvötnum Í febrúar á síðasta ári kom smáhlaup í Skeiðará. Hlaupið varð við lága vatnsstöðu og náði rennslið 500-600 m /s. Leki var stöðugur úr Vötnunum fram á vor en í sumar hófst vatnssöfnun aftur. Þann 18. des- ember hófst svo eldgos í Grímsvötnum og stóð það til í 10 daga. Töluvert öskufall varð á Vatnajökli og varð þess reyndar vart víða um landið. Í lok gossins hafði hlaðist upp myndarlegur gígur. Félagið stóð fyrir rannsóknarferð í Grímsvötn til að rannsaka ummerki um gosið fyrir 3 vikum. FUNDIR Aðalfundurinn var haldinn 24. febrúar og að lokn- um venjulegum aðalfundarstörfum og kaffidrykkju sýndi Ástvaldur Guðmundsson myndir úr gullastokki sínum. Vorfundurinn var haldinn 28. apríl og hélt Magnús Tumi Guðmundsson erindi um innri gerð og eðli Grímsvatna en eftir hlé sýndu þeir Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson myndir úr ferð sinni með jeppa á Suðurskautslandið. Á haustfundinum, sem haldinn var 3. nóvember, sagði Helgi Björnsson frá íssjármæl- ingum á Langjökli en þær voru unnar vorið 1997. Eftir hlé sýndi Árni Kjartansson myndir frá fyrri tíð og rakti þar lauslega sögu ferða félagsins fyrstu 30 árin. Var það erindi stórfróðlegt og skemmtilegt fyrir þá sem vegna óhagstæðrar kennitölu misstu af þessum árum í starfseminni. ÚTGÁFA JÖKULS Tveir árgangar Jökuls komu út á árinu. Í nóvember kom 45. árgangur út með stórum greinum um jökla- breytingar á síðustu áratugum og afkomu Vatnajök- uls. Þá er rétt að nefna einnig ýtarlega grein Jóns Ísdal með skrá yfir allar þekktar ferðir á Vatnajökul fram til 1953. Í desember fylgdi svo 46. árgangurinn í kjöl- farið. Útgáfustjóri Jökuls var Einar Gunnlaugsson en Tómas Jóhannesson var ritstjóri jöklaheftisins. Rit- stjórarnir Áslaug Geirsdóttir og Bryndís Brandsdóttir höfðu á hendi faglega ritstjórn hins heftisins og vinna nú að frágangi allmargra greina sem koma munu út í næstu árgöngum Jökuls. Vonast er til að hægt verði að gefa út tvo árganga bæði þetta ár og það næsta. Ef það tekst mun 50. árgangur Jökuls koma út á réttu ári, afmælisárinu 2000. FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson varaformaður félagsins sá um út- gáfu fréttabréfsins eins og undanfarin ár. Fimm frétta- bréf komu út á árinu. SUMARFERÐ Farin var sumarferð á svæðið sunnan Langjökuls helg- ina 11.-12. júní. Þátttakendur voru tæplega 40 en gist var í góðum skála Guðmundar Þórðarsonar og félaga við Tjaldfell norðan Skjaldbreiðs. Litið var inn í að- stöðu Langjökulsferða norðan Geitlandsjökuls og ek- ið um Húsafell og Borgarfjörð til Reykjavíkur. HAUSTFERÐ Venjubundin haustferð í Jökulheima var helgina 12.- 13. september. Til stóð að leggja af stað á föstudags- kvöldi en mikið norðanveður með sandfoki olli því að brottför var frestað til laugardagsmorguns. Þá gekk allt óskum og undi fólk sér vel í öræfastemmningu Jökulheima. Þátttakendur voru 36 en heimleiðis var farið um Veiðivötn. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð félagsins var haldin í Fáksheimilinu í Víðidal 18. nóvember og sóttu hana um 70 manns. Þótti hún takast með afbrigðum vel en nokkur halli varð þó á hátíðinni. Skemmtinefndin sá um árshátíðina og þótti standa sig með mikilli prýði. 94 JÖKULL No. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.