Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 98

Jökull - 01.06.2000, Page 98
Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar á aðalfundi 26. maí 1999 STJÓRNARSTARF Stjórn Jarðfræðafélagsins hélt 9 stjórnarfundi á starfs- árinu, og gaf út 9 fréttabréf. Að auki var sendur út fjöldi annarra tilkynninga á tölvunetinu, sem er að verða helsta leið upplýsinga í dag. Formaður fé- lagsins, Helgi Torfason, sótti í desember 1998 fund Europe Federation of Geologists (EFG) í Brussel. Markmið ferðarinnar var að kynna sér starfsemi sam- takanna, með það í huga að JFÍ gerðist aðili að þeim. Verið að kanna kostnað við aðildina og ef hann reynist viðráðanlegur mun JFÍ gerast aðili að evrópusamtök- um jarðfræðinga. Umhverfisráðuneytið og Orkustofn- un styrktu ferðina að fullu og er þeim færðar þakkir fyrir stuðninginn. Stjórn félagsins er einnig að skoða aðild að INQUA (International Union for Quaternary Research). Sumarið 1998 lést Gylfi Már Guðbergsson, pró- fessor í landafræði og á vordögum 1999 lést Þorleifur Einarsson, prófessor í jarðfræði. Með þeim eru horfn- ir tveir af frumkvöðlum í landa- og jarðfræðum og er mikil eftirsjá í þeim. Þorleifur var einn af stofnendum Jarðfræðafélagsins og lét hann sig sjaldan vanta þar á fundi. Fjölskyldum þeirra eru sendar samúðarkveðjur. FRÆÐSLUFUNDIR Alls voru 12 fræðslufundir á starfstímabilinu og sóttu þá tæplega 400 félagar. Fundir voru eftirfarandi og að- alfundur 26. maí. 1998 1. Jack G. Hills, 13. júlí. Comet asteroid impact with the Earth. Flutt á ensku. 2. Björn Birnir, 26. ágúst. Landslagsmyndun og rof. 3. Igor Tostikhin, 16. september. Isotopic tracers of groundwater - the special case of helium isotopes. Flutt á ensku. 4. R.S. Williams, 22. september. The Earth’s cryo- sphere and global environmental change. Flutt á ensku. 5. Sveinn Jakobsson, 22. október. Móberg, myndun- arsaga og megingerðir. 6. Anna María Ágústsdóttir, 19. nóvember. Veður- horfur fyrri alda og framtíðar. 7. Haukur Jóhannesson, 9. desember. Jarðfræðikort af Íslandi í mælikvarða 1:500.000. 1999 8. Sigurjón Jónsson, 5. janúar. Gangar úr geimnum - Áhrif gangainnskota á Galapagoseyjum mæld og skoðuð með radarmælingum úr gervitunglum. 9. Jórunn Harðardóttir, 19. janúar. Umhverfisbreyting- ar á Íslandi á síðkvarter og nútíma í ljósi rannsókna á vatna- og sjáversetkjörnum. 10. Hjalti J. Guðmundsson, 25. febrúar. Breytingar á Öræfajökli og öskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. 11. Ragnar Stefánsson, 18. mars. Jarðskjálftar í Henglafjöllum og Ölfusi. Rannsóknir til að bæta eft- irlit og spár. 12. Ragnar Aðalsteinsson og Ragnar Tómas Árnason, 26. maí. Um höfundarétt (erindi á aðalfundi). Fræðslufundir voru haldnir í Lögbergi, Odda, fundarsal Orkustofnunar og jólafundurinn var haldinn í Skólabæ. RÁÐSTEFNUR Undanfarin ár hefur verið hálfs dags ráðstefna í febrú- ar, en nú var brugðið út af þeirri venju vegna ýmissa ástæðna. Þá var í staðinn flutt erindi og ákveðið að hafa vorráðstefnuna veglegri. Vorráðstefna Jarðfræða- félagsins var haldin á Hótel Loftleiðum 20. apríl 1999. Ráðstefnuna sóttu um 120 manns og tókst hún í alla staði vel. Flutt voru 21 erindi og auk þess voru á ráð- stefnunni 32 veggspjöld þar sem hin ýmsu rannsókn- arefni voru kynnt. Ágrip erinda voru gefin út í veg- legu hefti sem var 85 bls. að stærð. Að lokinni ráð- stefnunni bauð félagið upp á léttar veitingar á staðn- um og mæltist það vel fyrir. Árið 2002 verður haldið á Íslandi Vetrarmót norrænna jarðfræðinga (Nordisk JÖKULL No. 49 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.