Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 100

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 100
Rannsóknaferðir Jöklarannsóknafélagsins, 1999 Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík Vetrarferðin Í Grímsvatnagosinu í desember 1998 varð mik- ið umrót á gosstöðvunum undir Vestari Svíahnúk. Gjóskugígur hlóðst upp, opinn mót norðri og all- stór vök myndaðist í íshelluna næst gosstöðvun- um. Mikill áhugi var meðal jarðvísindamanna að fara að gosstöðvunum og kanna aðstæður eftir gos- ið. Því ákvað stjórn JÖRFÍ að standa að slíkri ferð, skipuleggja flutninga og útvega mannskap. Í ferðinni tóku þátt starfsfólk frá Raunvísindastofnun Háskól- ans, Norrænu Eldfjallastöðinni, Náttúrufræðistofnun og Landsvirkjun auk sjálfboðaliða JÖRFÍ en farar- stjóri var undirritaður. Allan janúarmánuð var beðið ferðaveðurs og í byrjun febrúar gaf loks til ferðar. Að morgni 5. febrúar lagði meginhluti hópsins af stað á fjórum bílum með fimm vélsleða. Ekið var á snjó frá Vatnsfelli og sóttist ferðin erfiðlega vegna krapa. Einkum var það þunglestaður Dodge-bíll fé- lagsins sem sökk í keldurnar. Hópurinn náði því ekki í Jökulheima fyrr en kl. 2 um nóttina. Þeir síðustu komu þó ekki í hús fyrr en kl. 4 en þá var seinni hluti hóps- ins mættur á tveimur bílum. Munaði um þann liðs- auka við að losa Dodda úr síðustu festunni. Nætur- svefn varð ekki langur og fyrir hádegi daginn eftir lag- ið hópurinn af stað upp Tungnaárjökul. Á Grímsfjall komum við síðdegis og var þá norðaustan 5-6 vindstig og skafrenningur. Þann 7. febrúar var veður aðgerðalítið og hægt að fara niður að gosstöðvunum úr vestri. Greiðlega gekk að komast af ísnum út á gíginn, en vesturbarmur hans hvílir að hluta á íshellunni. Eftir að þangað var komið tók við mæling á lögun hans með DGPS, sýnasöfnun og hitamælingar á börmum og botni gígsins. Vestur- barmurinn var nokkuð missiginn og í honum niðurföll meðan sá eystri virtist stöðugur. Töluverður hiti var víða í gígnum. Á meðan meginhluti hópsins vann í gígnum var annar hópur við gryfjugröft í Grímsvatna- skarði, til að ná upp tveimur möstrum sem tengd voru vatnsþrýstimælum við botn jökulsins. Sex manns fóru til byggða um hádegið en aðrir héldu áfram verkum. Horft af gígnum norður yfir vökina 7. febrúar, 1999. Hlaupi lauk viku fyrr svo vatnsborðið hefur lækkað um tæplega 60 m frá í gosinu. –View from the new crater in Grímsvötn over the opening melted in the ice shelf by the 1998 eruption. A small jökulhlaup had ceased a week before during which the water level had been lowered by 60 m. Ljósmynd/Photo. Magnús Tumi Guðmundsson. Daginn eftir, 8. febrúar, var enn svipað veður, létt- skýjað, um 20 C frost og öðru hverju strekkingsvind- ur af norðri með skafrenningi. Niðri í Grímsvötnum var hins vegar tiltölulega kyrrt. Þennan dag var verk- um lokið. Grafin var 2.5 m djúp gryfja við Vestari Svíahnúk, gegnum öskulagið. Einnig var íshellan og ísilögð vökin kortlögð með DGPS. Vel gekk að fara um vötnin þrátt fyrir að þau hefðu hlaupið aðeins viku áður. Aukinn jarðhiti í kjölfar gossins var með öllu Grímsfjallinu og sprungur farnar að gera vart við sig á hefðbundinni leið niður af Grímsfjallinu austanverðu. Um kvöldið hélt leiðangurinn af stað áleiðis til byggða. Heldur skyggði á gleðina að við urðum að JÖKULL No. 49 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.