Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 101

Jökull - 01.06.2000, Side 101
Magnús Tumi Guðmundsson skilja vinnuhest og þungaflutningabíl leiðangursins, Dodda, eftir með brotið afturdrif við Vestari Svía- hnúk (hann var sóttur viku síðar af vöskum flokki jöklamanna). Með viðkomu eins bílsins á Hamrin- um vegna GPS landmælinga, náði hópurinn til Jökul- heima alllöngu eftir miðnætti. Daginn eftir hélst veð- ur enn gott og fóru sumir til byggða um morguninn en aðrir sóttu veðurstöð sem setið hafði síðan um sumar- ið neðarlega á Tungnaárjökli. Haldið var til Reykja- víkur um kvöldið. Þar lauk erfiðri en árangursríkri vetrarferð í Grímsvötn. Þátttakendur Anna Líndal, Björk Harðardóttir, Finn- ur Pálsson, Freyr Jónsson, Guðrún Larsen, Guðrún Sverr- isdóttir, Halldór Ólafsson, Hannes Haraldsson, Jónmundur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn, Magnús Tumi Guðmunds- son, Magnús Hallgrímsson, Sigrún Hreinsdóttir, Sigurður Vignisson, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Steinunn S. Jakobsdóttir, Sveinn Jakobsson, Sverrir Hilmarsson, Valgerður Jóhanns- dóttir, Vilhjálmur Kjartansson, Þórdís Högnadóttir. Vorferðin Umbrot síðustu ára í Vatnajökli kalla á viðamiklar rannsóknir á gosstöðvum, dreifingu gosefna, breyting- um á yfirborði jökulsins og jarðskjálftum, svo eitt- hvað sé nefnt. Því hefur Jöklarannsóknafélagið stað- ið að stórum vorferðum undanfarin ár þar sem tekið hafa þátt margir vísindamenn og fjöldi sjálfboðaliða. Vorferðin nú í sumar var engin undantekning. Undan- farin ár hefur veðrið leikið við þátttakendur vorferða og varla fallið út dagur í vinnu. Nú var annað uppi á teningnum því veður var með fádæmum erfitt seinni vikuna. Þar að auki settu margskyns bilanir á bílum og öðrum farartækjum strik í reikninginn. Þessir erf- iðleikar urðu til þess að ferðin lengdist talsvert og þeir síðustu skiluðu sér ekki til byggða fyrr en á 20. degi. Upphafleg áætlun gerði hins vegar ráð fyrir 14 dög- um. Þátttakendur voru 24 fyrri vikuna en 21 þá seinni. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson. Leiðangurinn lagði af stað frá Reykjavík að morgni laugardagsins 5. júní. Greiðlega gekk að flytja snjóbíl Landsvirkjunar og annan farangur inn í Jök- ulheima en þaðan hefur vorferð ekki lagt upp síðan 1994. Það ár hljóp Tungnaárjökull og hefur hann ver- ið ófær þar til nú. Lagt var af stað áleiðis upp jökulinn um kvöldmatarleytið á snjóbílnum, Dodge bíl JÖRFI, 6 jeppum og 5 vélsleðum. Þoka var mestalla leiðina upp á Háubungu. Krapi var nokkur en tafði ekki för- ina að ráði. Hópurinn kom á Grímsfjall laust eftir mið- nætti. Daginn eftir var veður ágætt og tekið til við að hreinsa snjó og ís af skálunum. Var gengið hart fram, sérstaklega við austurgafl gamla skála en þar hófu smiðirnir vinnu við stækkun hans. Unnu þeir Sverrir, Stefán, Eiríkur, Benedikt og Þorvaldur við smíðarnar alla vikuna og á fimmtudeginum hafði skálinn verið lengdur, dyr færðar á austurgaflinn og gamla forstofan rifin. Kom flestum á óvart hve mikið skálinn stækkaði að innan við þessar breytingar en ætlunin er að skálinn þjóni einkum sem rannsóknastöð í framtíðinni. Í Grímsvötnum. – Members of the 1999 spring expe- dition in Grímsvötn. Ljósmynd/Photo. Magnús Tumi Guðmundsson. Vikuna 5.-11. júní var veður gott og gengu mæl- ingar og önnur verk greiðlega. Grafin var 7.5 m djúp gryfja í Grímsvötnum til að ná upp mastri því sem komið var fyrir á íshellunni síðastliðið haust. Á mastr- ið var fest skráningartæki fyrir vatnshæð Grímsvatna en það var tengt með kapli við þrýstiskynjara á botni Vatnanna. Var búnaðinum komið fyrir í vorferðinni á síðasta ári. Virkaði sá búnaður vel þar til í gosinu í Grímsvötnum í desember en þá slitnaði kapallinn á öðrum degi gossins. Elding úr gosmekkinum full- komnaði síðan verkið og eyðilagði skráningartækið skömmu seinna. Var það æði tímafrekt verk að brjóta upp harðfrosið 1 m þykkt öskulagið á 4 m dýpi í gryfj- unni. Vannst það verk þó vel og örugglega og má þakka það útsjónasemi og geðprýði leiðangursmanna. 100 JÖKULL No. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.