Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 102

Jökull - 01.06.2000, Page 102
Jöklarannsóknafélag Íslands – rannsóknaferðir Halldór Gíslason yngri á gígnum. Steininn hefur gos- ið rifið úr gosrásinni og kastað upp á gígbarminn. – A lithic fragment found on the crater rim. Ljós- mynd/Photo. Magnús Tumi Guðmundsson. Stærstur hluti fyrri hópsins hélt niður 11. júní en sjö manns urðu eftir. Laugardaginn 12. lagði seinni hluti leiðangursins upp frá Reykjavík. Krapi var nú meiri en í vikunni á undan og þoka lá yfir. Fór svo að þunghlaðinn snjóbíllinn sökk í krapann og gat sig hvergi hrært. Tók nú við þreytandi vinna við að losa bílinn. Magnús Hallgrímsson stjórnaði miklum frá- veituframkvæmdum og tókst að lækka vatnsborðið í krapablánni töluvert og moka undan snjóbílnum. All- ir bílar leiðangursins voru síðan látnir toga í einu og með samstilltu átaki mjakaðist snjóbíllinn uppúr. Var þá liðið fram á nótt. En þó snjóbíllinn væri laus úr bæli sínu var þrautunum ekki lokið. Heldur var vél- in þróttlaus og útblásturinn grunsamlega litaður. Með hægðinni mjakaðist hann þó með flutning sinn upp á Grímsfjall og kom þangað kl. 9 að morgni sunnudags. Var ljóst að heddpakkning hafði farið, eða það sem verra væri, að heddið hefði sprungið. Kom í ljós síð- ar að sú var raunin enda leið heil vika áður en snjó- bíllinn varð aftur ferðafær. Þurfti að fá viðgerðamenn frá Reykjavík og varahluti frá Þýskalandi til að koma honum í lag. Veður var allgott sunnudaginn 13. júní en fyrri hluta dags hvíldist fólk. Því var lítið unnið við mæl- ingar en gengið frá farangri og gert klárt fyrir vinnu næstu daga. Forboði þess sem nú fór í hönd voru horf- ur frá Veðurstofunni eins og þær voru settar fram á sunnudag: „næstu daga lítur út fyrir kalsaveður og umhleypinga“. Reyndust það orð að sönnu. Frá mánu- dagsmorgni til fimmtudagsmorguns var nánast stans- laus inniseta og ekkert hægt að vinna við mælingar. Verst var veðrið á miðvikudag en þá skall á norðan fárviðri um hádegi. Vindhraðamælir á fjallinu sýndi mesta vindhraða 43 m/s en samkvæmt hinum aflögðu fornu vindhraðaeiningum telst vindur yfir 32 m/s vera 12 vindstig. Í þessu veðri fauk ýmislegt lauslegt og sást ekki meir. Þar á meðal voru sjö 100 lítra bens- íntunnur sem bundnar höfðu verið saman í skjóli við vélageymsluna. Var þeirra sárt saknað af velunnurum þess ágæta húss. Djúpa gryfjan á íshellunni. Öskulagið frá í desember sést neðarlega í gryfjuveggnum. – A pit taken on the Grímsvötn ice shelf, 1.5 km from the 1998 eruption site. Note the tephra layer in the pit wall at 4 m depth. Ljósmynd/Photo. Magnús Tumi Guðmundsson. Á fimmtudag 17. júní rofaði heldur til og jarð- fræðingarnir brutust niður í gíginn og Dodginn flutti bræðsluborinn niður á íshellu Grímsvatna, á nýjan borstað, norðar og austar en þann gamla. Þar var síðan borað gegnum íshelluna og komið fyrir nýjum vatns- hæðarmæli. Farartæki voru nú orðin af heldur skorn- um skammti því öxull brotnaði í Dodginum, drifskaft brotið í jeppa Landsvirkjunar og þrír af sex vélsleð- JÖKULL No. 49 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.