Fréttablaðið - 24.10.2018, Page 8
N
ÝR &
KRAFTM
EIRI
Vinsælasti bíllinn á Íslandi
hefur nú fengið skarpara útlit,
meiri íburð, lengri drægni,
meira afl, aukið akstursöryggi
og margt fleira.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum *Miðað við fulla hleðslu og fullan tank við bestu aðstæður.
Mitsubishi Outlander PHEV er rafdrifinn & svo miklu meira. Fullkominn samleikur raf- og bensínorkunnar skilar
þér sönnu akstursfrelsi og háþróaðar tæknilausnir færa þér allt að 600 km heildardrægni* með lágmarkseyðslu
allt niður í 2.0 l/100 km (Skv. WLTP viðurkendri mælingu). Virkjaðu það besta úr báðum heimum.
Verð frá 4.690.000 KR.
Tyrkland Morðið á sádiarabíska
blaðamanninum Jamal Khashoggi
var þaulskipulagt og villimannslegt.
Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan,
forseti Tyrklands, í gær. Erdogan
krafðist þess jafnframt að upplýst
yrði um staðsetningu líkamsleifa
Khashoggis og það hver fyrirskipaði
aðgerðina.
Khashoggi var myrtur á ræðis-
skrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl í
upphafi mánaðar. Sádi-Arabar neit-
uðu því í upphafi að vita nokkuð
um málið en eftir að rassíur voru
gerðar á skrifstofunni og hljóðupp-
tökum var lekið til fjölmiðla, þar
sem fram kom að Khashoggi hefði
verið sundurlimaður, gáfu Sádi-
Arabar út yfirlýsingu sem í sagði að
blaðamaðurinn hefði látist í slags-
málum við á annan tug Sádi-Araba.
Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra
Sádi-Arabíu, sagði á þriðjudag að
um mistök hefði verið að ræða og að
ríkisstjórnin myndi refsa þeim sem
stóðu að verknaðinum. Hins vegar
hefur verið greint frá því að Saud al-
Qahtani, einn æðsti ráðgjafi krón-
prinsins Mohammeds bin Salman,
hafi haft umsjón með morðinu í
gegnum Skype og stangast skýringar
Jubeirs á við þær upplýsingar.
En aftur að Erdogan. Forsetinn fór
í gær fram á að réttarhöld yfir þeim
átján sem handteknir hafa verið í
Sádi-Arabíu færu fram í Tyrklandi.
Hann væri að auki sannfærður um
að Salman konungur myndi sýna
samstarfsvilja.
Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að morðinu
yrði svarað en útskýrði orðin ekki
nánar. Bandaríkin eiga gott sam-
band við Sádi-Arabíu og hafa átt
hundraða milljarða viðskipti með
vopn. Ríkisstjórn Donalds Trump
forseta hefur verið gagnrýnd fyrir
linkind í máli Khashoggis. – þea
Erdogan segir morðið á Khashoggi þaulskipulagt
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands. NoRdicphoTos/AFp
Fleiri myndir af flóttamanna-
lestinni má sjá á +Plús síðu
Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
pdF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+plús
Páfagarður Frans páfi hefur boðað
suðurameríska biskupa kaþólsku
kirkjunnar á kirkjuþing á næsta ári
til þess að ræða um þann vanda sem
kirkjan stendur frammi fyrir á Ama-
zon-svæðinu. Þessu víðfeðma svæði
þjóna fáir prestar. Á þinginu stend-
ur til að ræða mögulegar lausnir við
vandanum og verður meðal annars
rætt um að heimila giftum mönn-
um, sem sýnt hafa fram á siðvendni
sína, að gerast prestar.
Páfi hefur áður sagt að skortur á
kaþólskum prestum á heimsvísu
kalli á endurskoðun þeirrar hefðar
að prestar skuli ekki vera giftir.
Prestum hefur fækkað undanfarin
ár vegna þeirra mörgu kynferðis-
ofbeldismála sem hafa skekið kirkj-
una á heimsvísu.
Til stendur að frumsýna heim-
ildarmynd á Ítalíu í vikunni sem
fjallar um á annan tug presta í
fjórum Evrópuríkjum sem ýmist
eru í leynilegri sambúð með konu,
hafa skapað ný kirkjusamfélög sem
sniðganga skírlífishefðina eða hafa
einfaldlega sagt skilið við kaþólsku
kirkjuna vegna hefðarinnar. – þea
Skoða vígslu
giftra presta
Frans páfi vill skoða að vígja gifta
menn. NoRdicphoTos/AFp
Mexíkó Hin svokallaða flóttamanna-
lest hélt áfram för sinni í gegnum
Mexíkó og í átt að Bandaríkjunum
í gær eftir að flóttamennirnir höfðu
sofið undir berum himni. Talið er að
rúmlega 7.000 flóttamenn frá Mið-
Ameríku séu í hópnum.
Blaðamaður AP á svæðinu sagði
að heyra hefði mátt hóstakór. Flótta-
menn væru flestir í slæmu ástandi
eftir að hafa sofið illa og lítið úti í
kulda og lítið nærst. Margir virtust
því hafa sýkst af einhverri kvefpest.
„Það er erfitt að ferðast með börn-
in. Í dag gengum við í sex tíma áður
en við greiddum sendiferðabílstjóra
fyrir að taka okkur upp í. Þetta er
hættulegt. Það eru engir sjúkrabílar
hérna og ef börnin falla í yfirlið gætu
þau hreinlega dáið þar sem það er
enginn til að annast þau,“ sagði hinn
27 ára fyrrverandi strætisvagna stjóri
Marlon Anibal Castellanos, frá San
Pedro Sula í Hondúras, við AP. Hann
er einn þessara þúsunda flótta-
manna og ferðast með konu sinni,
níu ára dóttur og sex ára syni.
Samkvæmt aðgerðasinna sem
aðstoðar flóttamannalestina, var hlé
gert í gær til þess að minnast eins úr
hópnum sem lést á leiðinni.
Enn þarf hópurinn að ganga á
annað þúsund kílómetra til þess
að komast að landamærum Banda-
ríkjanna. Samkvæmt því sem sagði
í umfjöllun CBS í gær er óvíst hversu
stór hluti fer alla leið. Til að mynda
komust einungis 200 af þeim 1.200
sem lögðu af stað í svipaða för fyrr
á árinu að landamærum Kaliforníu.
thorgnyr@frettabladid.is
Þúsundir ganga enn í norðurátt
Afar fjölmenn flóttamannalest hélt áfram för sinni til Bandaríkjanna. Kvef hrjáir flóttamennina. Enn er
langt í Bandaríkin. Þar ræða Repúblikanar lestina af miklum móð. Demókratar halda sig hins vegar til hlés.
Einn flóttamannanna úr hinni afar fjölmennu lest þakkar Mexíkóum innilega fyrir móttökurnar. NoRdicphoTos/AFp
Hitamál í Bandaríkjunum
Bandarískir Repúblikanar hafa rætt
mikið um flóttamannalestina á
síðustu dögum, nú þegar um tvær
vikur eru í þingkosningar.
Samkvæmt umfjöllun Politico
frá því í gær kemur lestin sér illa
fyrir Demókrata. Í minnisblaði
sem gekk á milli þingmanna
Demókrata, og The New York
Times birti, segir að jafnvel harð-
snúnustu stefnumál Repúblikana
í innflytjendamálum, til að mynda
aðskilnaður fjölskyldna við landa-
mærin, hafi lítil áhrif á kjósendur.
„Demókratar ættu að forðast að
ræða um þessi málefni og einbeita
sér þess í stað að málaflokkum á
borð við skatta og heilbrigðismál
þar sem stefna Demókrata nýtur
meiri hylli,“ sagði í minnisblaðinu.
2 4 . o k T ó b e r 2 0 1 8 M I ð V I k u d a g u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
7
-2
8
5
0
2
1
2
7
-2
7
1
4
2
1
2
7
-2
5
D
8
2
1
2
7
-2
4
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K