Fréttablaðið - 24.10.2018, Qupperneq 18
Gildi – lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með
um 1,8 prósenta hlut í bankanum.
Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á
ríflega 2,8 milljarða króna miðað við
núverandi gengi bréfa bankans.
Lífeyrissjóðurinn átti 0,65 pró-
senta hlut í Arion banka í kjölfar
hlutafjárútboðs bankans í júní
síðastliðnum, að því er fram hefur
komið í Markaðinum. Sjóðurinn
bætti nýverið við hlut sinn og er nú
áttundi stærsti hluthafi bankans.
Breski vogunarsjóðurinn Attes tor
Capital seldi fyrr í mánuðinum hátt
í 1,3 prósenta eignarhlut í Arion
banka og á nú 7,33 prósenta hlut í
bankanum, samkvæmt nýjasta upp-
færða hluthafalista hans, dagsettum
16. október. Vogunarsjóðurinn hefur
nú selt um 2,1 prósent af hlutafé
bankans eftir að bankinn var skráður
á hlutabréfamarkað í júní og yfir 5
prósenta hlut frá því í vor. Eins og
greint var frá í Markaðinum í síðustu
viku hafa sjóðir á vegum bandaríska
eignastýringarfyrirtækisins aukið
lítillega við hlut sinn í bankanum í
haust en þeir fara nú með samanlagt
1,78 prósenta hlut.
Gengi hlutabréfa í Arion banka
stóð í 78,7 krónum eftir lokun mark-
aða í gær og er tæplega átta prósent-
um hærra en útboðsgengi bréfanna
þegar bankinn var skráður á markað.
Bréfin hafa lækkað um níu prósent í
verði undafarinn mánuð. – kij
Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion
Arion banki var skráður á hlutabréfa-
markað í júní. FréttAblAðið/Eyþór
9%
er lækkun á hlutabréfaverði
Arion banka undanfarinn
mánuð.
1000%
900%
800%
700%
600%
500%
400%
300%
200%
100%
0%
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Launakostnaður sem hlutfall af tekjumLaunakostnaður sem hlutfall af EBITDA
n 2015 n 2016 n 2017 n Fyrri helmingur 2018 n 2015 n 2016 n 2017 n Fyrri helmingur 2018
Ari
on
ba
nk
i
Eik
Re
itir
Sím
inn
HB
Gr
an
di
Sjó
vá* N1
Sk
elj
un
gu
r
Sý
n
TM
*
VÍS
*
Eim
ski
p
Re
gin
n
Ha
ga
r
Or
igo
Ice
lan
da
ir
Ma
relEik
Re
itir
Sím
inn
HB
Gr
an
di
Sjó
vá N1
Sk
elj
un
gu
r
Sý
n TM VÍS
Eim
ski
p
Re
gin
n
Ha
ga
r
Or
igo
Ice
lan
da
ir
Ma
rel
*launakostnaður sem hlutfall af hagnaði
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstr-arhagnaður félaganna frá árinu 2015, samkvæmt
athugun Markaðarins. Athugunin
leiðir í ljós að hlutfall launakostn-
aðar af tekjum fimmtán félaga sem
skráð eru á aðallista Kauphallar-
innar hefur hækkað á undanförnum
fjórum árum en á sama tíma hefur
launakostnaður tólf skráðra félaga
vaxið umfram rekstrarhagnað
þeirra.
Ari Edwald, forstjóri Mjólkursam-
sölunnar, segir að til lengdar geti
ekkert atvinnulíf staðið undir við-
líka launahækkunum og sést hafa
undanfarin ár.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo,
segir að það verði „áframhaldandi
verkefni á næstunni“ að leita leiða
til hagræðingar.
Seðlabanki Íslands tekur fram í
nýju riti um fjármálastöðugleika
að „óljóst“ sé hversu mikið svigrúm
fyrirtæki hafi til hagræðingar til
þess að mæta launahækkunum.
„Hagnaður fyrirtækja hefur vaxið
á síðustu árum en verulega hefur
hægt á vextinum og vísbendingar
eru um að draga muni úr hagnaði
þeirra á árinu. Stjórnendur stærstu
fyrirtækja landsins eru almennt
svartsýnni nú en þeir hafa verið
undanfarin ár og fleiri en áður búast
við því að hagnaður verði minni í
ár en í fyrra,“ segir jafnframt í riti
Seðlabankans.
Launakostnaður í atvinnulífinu
hefur hækkað skarpt á undanförn-
um árum en samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands námu launahækk-
anir 26,8 prósentum frá júlí 2015 til
júlí 2018. Á sama tímabili hækkaði
raungengi á mælikvarða launa um
meira en 50 prósent sem þýðir að
launakostnaður á Íslandi hækkaði
um meira en 50 prósent umfram
launakostnað keppinauta erlendis.
Hærri launakostnaður hefur
þrýst á verðhækkanir og hafa ýmsir
þjónustuliðir, eins og þeir eru skil-
greindir af Hagstofunni, hækkað um
tugi prósenta í verði á undanförnum
þremur árum. Eru það síður vinnu-
aflsfrekar atvinnugreinar sem ráða
við miklar launahækkanir en sem
dæmi hækkaði verð á hótel-, póst-
og heimilisþjónustu á bilinu 23 til
27 prósent frá ágúst 2015 til ágúst
2018.
ólík launaþróun erlendis
Ari segir að frá því í maí 2015 og
fram í júlí 2018 hafi vegið meðaltal
samningsbundinna launahækkana
hjá Mjólkursamsölunni numið yfir
40 prósentum. „Ég held að það þurfi
ekki að hafa mörg orð um að ekk-
ert atvinnulíf stendur undir slíkri
þróun til lengdar.
Og það er alveg ljóst að þessi
þróun er í engu samræmi við það
sem tíðkast í löndunum í kringum
okkar,“ nefnir hann og bendir
meðal annars á að raungengi krón-
unnar hafi hækkað verulega undan-
farin ár sem skaði samkeppnisstöðu
fyrirtækja.
Finnur bendir á að hjá Origo hafi
heildarkostnaður vegna launa og
tengdra gjalda aukist umtalsvert
á undanförnum árum í takti við
kjarasamningsbundnar hækkanir
og almenna launaþróun.
„Eðlilega hefur þessi kostnaðar-
auki mikil áhrif á okkar rekstur og
hefur afkoma undanfarna fjórðunga
verið undir væntingum. Við höfum
því leitað leiða til að hagræða í
okkar rekstri, meðal annars í launa-
kostnaði, og er ljóst að það verður
áframhaldandi verkefni okkar á
næstunni,“ nefnir Finnur.
Ari segir að af fyrirliggjandi kröfu-
gerðum verkalýðsfélaganna megi
ráða að margir telji næga innistæðu
fyrir framhaldi á launaþróun síð-
ustu ára. „Það er ekkert launungar-
mál að ég tel það af og frá. Það er
útilokað. Það verður að staldra við
og ná andanum áður en lengra er
haldið í einhverjum stórkostlegum
breytingum.“
Hann segist binda vonir við að
deilendur setjist saman og fari
betur yfir þau gögn sem liggja fyrir.
„Maður trúir ekki öðru en að kjara-
samningar verði byggðir á ein-
hverjum forsendum þar sem menn
fara yfir tölur og bera saman bækur
sínar. Það hlýtur að vera mikið
eftir af þeirri vinnu miðað við hvað
mikið ber í milli í orðræðunni,“
segir Ari.
Hann segir ekki síður mikilvægt
við þessar aðstæður – þar sem
boginn hafi verið spenntur til hins
ítrasta – að stjórnvöld líti til þess
hvað þau geti gert til þess að laga
starfsumhverfi atvinnulífsins til þess
að auðvelda fyrirtækjum að standa
undir kostnaðarhækkunum.
„Þegar pressan er svona mikil er
aldrei mikilvægara að fyrirtæki fái
að hagræða og að ekki séu lagðar á
atvinnugreinar frekari íþyngjandi
byrðar nema brýna nauðsyn beri
til. Krónurnar koma úr sama vasa
að þessu leytinu til.
Kröfur sem auka kostnað í rekstri
fyrirtækja, hverju nafni sem þær
nefnast, draga úr getu fyrirtækja
til þess að standa undir hækkandi
launakostnaði.“
hordur@frettabladid.is,
kristinningi@frettabladid.is
Laun hækkað almennt hraðar en tekjur
Launakostnaður fimmtán skráðra félaga hefur vaxið umfram tekjur á síðustu fjórum árum. Forstjóri Origo segir það áframhaldandi
verkefni að leita leiða til hagræðingar. Seðlabankinn segir óljóst hve mikið svigrúm fyrirtæki hafa til þess að mæta launahækkunum.
Eðlilega hefur þessi
kostnaðarauki
mikil áhrif á okkar rekstur
og hefur afkoma undanfarna
fjórðunga verið
undir vænting-
um.
Finnur Oddsson,
forstjóri Origo
Það verður að
staldra við og ná
andanum áður en lengra er
haldið í einhverjum stórkost-
legum breytingum.
Ari Edwald,
forstjóri Mjólkur-
samsölunnar.
27%
voru launahækkanir frá júlí
2015 til júlí 2018.
2 4 . o k T ó B E r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r4 mArkAðurinn
2
4
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
6
-F
6
F
0
2
1
2
6
-F
5
B
4
2
1
2
6
-F
4
7
8
2
1
2
6
-F
3
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K