Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 24
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Kaktusar taka sig vel út hvort sem er í eldhúsglugganum, á stofuhillunni, skrifborð- inu eða vinnustaðnum. Þeir þurfa almennt litla umhirðu, sem mörgum finnst mikill kostur. Kaktusar þurfa fremur mikla birtu til að þrífast sem best en þá má einnig setja á skuggsælan stað yfir vetrartímann. Þegar þeir eru settir í birtu á ný þarf að gæta þess að setja þá ekki beint í sterka sólina heldur venja þá smám saman við breytt umhverfi. Aðeins þarf að vökva kaktusa af og til, jafnvel eftir minni, og gæta þess að þeir standi ekki í vatni. Sumar gerðir af kaktusum þarf ekki að vökva svo vikum skiptir og þeir mega þorna vel á milli þess sem vökvað er. Langlífar plöntur Almennt lifa kaktusar lengi og vaxa fremur hægt. Margar gerðir blómstra fagurlega og gleðja þá eigandann með skærlitum blómum. Oft blómstra kaktusar að næturlagi. Hæsta kaktustegundin getur náð allt að nítján metrum þar sem hún vex í heimkynnum sínum í Ameríku. Minnsta gerðin er hins vegar aðeins einn senti- metri að hæð, fullvaxin. Dagblöð við umpottun Þegar blómapotturinn er orðinn of lítill eða moldin algjörlega næring- arsnauð þarf að umpotta en það getur verið á tveggja til þriggja ára fresti. Best er að umpotta snemma vors til dæmis í mars eða apríl. Þegar kemur að því að umpotta kaktusa þarf að hafa varann á því margar tegundir hafa afar beittar nálar sem ekki er gott að stinga sig á. Í þeim tilfellum er hægt að vefja nokkrum lögum af dagblöðum utan um plöntuna til að ná góðu taki á henni þegar hún er losuð úr pottinum. Gott er að vera í þykkum garðhönskum við verkið. Hafa þarf í huga að kaktusa á ekki að setja í of stóran pott. Því er ráð að setja þá í aðeins stærri pott við hverja umpottun. Kaktusar þrífast vel í jarðvegi sem er léttur og blandaður vikri en þannig kemst vatnið vel að rótunum. Potturinn þarf að sjálfsögðu að vera hreinn þegar plantan er sett í hann. Þegar kaktusinn er kominn í nýjan pott er gott að gefa honum vatn eftir um það bil þrjá daga. Kaktusar til skrauts Hér setja kaktus- ar skemmtilegan svip á stofuna. MYNDIR/NORDIC­ PHOTOS/GETTY Kaktusar þurfa ekki mikla vökvun og þeir halda oftast lífi þótt það gleymist að gefa þeim vatn svo vikum skiptir. Gott er að vefja dagblöðum utan um kaktusa við umpottun til að stinga sig ekki á beittum nálum. Fagurlagaðir eða óvenjulegir kaktusar setja mikinn svip á umhverfið og að þeim er mikil prýði. Kaktusar eru réttu plönt­ urnar fyrir þá sem ekki hafa grænar fingur. FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 fyrir húsfélög og sameignir Hljóðdempandi, létt í þrifum og umgengni Stigateppi 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 7 -3 2 3 0 2 1 2 7 -3 0 F 4 2 1 2 7 -2 F B 8 2 1 2 7 -2 E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.