Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 56

Fréttablaðið - 24.10.2018, Síða 56
H luti af dagskrá Ó p e r u d a g a í Reykjavík, sem lýkur 4. nóvem-ber, er flutningur á nýrri kammer- óperu, Korninu, eftir Birgit Djupe- dal við texta eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur sem einnig er leik- stjóri verksins. Fjórir söngvarar syngja í óperunni en aðalhlutverkið er í höndum Heiðdísar Hönnu Sig- urðardóttur. Leið á dívum og þernum „Birgit sagði mér að hún hefði orðið fyrir áhrifum af The Telephone eftir Menotti sem er stutt ópera með hversdagslegri sögu. Hver karakter hefur sitt stef í óperunni og Birgit er að vinna með léttleika og gerir grín að aðstæðum,“ segir Ingunn sem skrifaði texta óperunnar áður en Birgit samdi tónlistina. „Birgit sagði við mig: Ég er orðin leið á dívum og þernum. Ég vil fá áhugaverðan kvenkynskarakter sem ræður sínum málum og sér um sig sjálf. Þetta fannst mér frábært, þarna var opið og skemmtilegt tækifæri fyrir textahöfund. Á þessum tíma var ég komin inn í íslenskan tónlistarheim sem getur stundum verið ansi karl- lægur og var að sækja um endalausa styrki. Þannig að ég skrifaði verk um konu sem sækir um styrk og þarf að hitta bjúrókrata með kaffifíkn og sannfæra þá um að veita henni styrkinn. Þetta er verk um konu sem þarf að ákveða hvort hún eigi að fara eftir leikreglum þessa ferhyrnda heims eða ryðja sína eigin braut.“ Heiðdís segir hlutverk sitt í óper- unni afar skemmtilegt. „Þetta er alveg nýtt því í óperum er ég vön að syngja hlutverk þernunnar. Ég tengi mjög við þessa konu sem er að berj- ast fyrir sínu og vill gera eitthvað gott fyrir heiminn en þarf styrk til að verkið sem hún er að vinna að geti orðið að raunveruleika.“ Skrifum eigin reglur Þær stöllur eru spurðar um viðhorf ungs fólks til óperu. Ingunn, sem er höfundur óperunnar Bergmáls- klefans sem flutt var í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári segir: „Það kom mér sérstaklega á óvart hvað það kom mikið af ungu fólki á Bergmálsklef- ann. Sú ópera fjallar um upplifun nokkurra einstaklinga á Twitter og ungt fólk tengdi auðveldlega við það efni. Það þarf að færa óperuna nær fólki, ég finn að margir vina minna hafa það viðhorf að óperan sé fyrir ríka fullorðna fólkið.“ „Ég var að ljúka meistaranámi í Listaháskólanum sem snerist nokk- uð um það hvernig hægt væri að ná til nýrra áheyrenda,“ segir Heiðdís. „Óperan er ekki hluti af okkar gamla menningararfi en núna er mikið að gerast í íslenska óperuheiminum. Ég held til dæmis að með tilkomu Ragnheiðar eftir Gunnar Þórðar- son hafi fólk fengið nýja sýn á þetta form. Þar var horft til íslenskrar sögu og sungið á íslensku og um leið fann fólk fyrir sterkri tengingu.“ „Það að við búum ekki að gamalli óperuhefð þýðir ekki að við séum hrædd við að skapa eitthvað spenn- andi og nýtt í óperuforminu. Við erum að skrifa okkar eigin reglur,“ segir Ingunn. Fyrsta sýning á Korninu verður í Hörpuhorni laugardaginn 27. októ- ber klukkan 17, á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 31. október klukkan 12 og í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 4. nóvember klukkan 14. Ókeypis er á sýningarnar. Kona sækir um styrk Ný kammerópera, Kornið, er hluti af Óperudögum í Reykjavík. Nauðsynlegt að færa óperuna nær fólki segja aðstandendur. Heiðdís syngur aðalhlutverkið í Korninu og Ingunn leikstýrir og er jafnframt textahöfundur. FréttabLaðIð/SIgtryggur arI Ég fiNN að maRgiR viNa miNNa hafa það viðhoRf að ÓpeRaN sÉ fyRiR RíKa fulloRðNa fÓlKið. Ingunn Lára Kristjánsdóttir Lög eftir Atla Heimi Sveinsson við þekkt ljóð Stephans G. Steph-anssonar hljóma á Háskólatón- leikum í dag, 24. október, sem hefjast klukkan 12.30. Flytjendur eru Ágúst Ólafsson barítón og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Atli Heimir samdi flest lögin árið 2012 vestur í Alberta í Kanada. En eitt þeirra, Við verkalok, er frá árinu 2011. Það hefur verið flutt opinber- lega áður en hin verða frumflutt á tónleikunum. Öll eru lögin tileinkuð hjónunum Adriana og Stephan V. Benediktson. Stephan V. er afkomandi Stephans G. Stephanssonar (1853-1927) sem oft er kallaður Klettafjallaskáldið. Hann flutti vestur um haf 1873, þá að verða tvítugur, vann við járn- brautarlagningu og skógarhögg en sneri sér svo að búskap og hafði lítinn tíma til yrkinga, nema á nótt- unni, enda nefnist ljóðasafn hans Andvökur. Þau Ágúst og Anna Guðný hafa lokið við að hljóðrita þessi lög, auk verksins Rammi slagur, einnig við ljóð Stephans G. Þau verða gefin út á geisla diski síðar á þessu ári. Tónleikarnir verða í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Eng- inn aðgangseyrir er að þeim og allir eru velkomnir. – gun Syngja lög Atla Heimis við ljóð Klettafjallaskáldsins Þau eru með hádegistónleika í dag, Ágúst og anna guðný. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25% KO M D U N Ú N A ! T E M P U R-D A G A R Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda TEMPUR® Hybrid Hönnuð fyrir sneggra viðbragð TEMPUR® Original Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Cloud Hönnuð fyrir meiri mýkt AÐ SOFA ER EIT T AÐ HVÍL AST ER ANNAÐ TEMPUR-DÖGUM LÝKUR Á FIMMTUDAG Job.is Þú finnur draumastarfið á Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M I Ð V I k U D A G U r20 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð menning 2 4 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 7 -2 8 5 0 2 1 2 7 -2 7 1 4 2 1 2 7 -2 5 D 8 2 1 2 7 -2 4 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.