Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 6

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 6
4 BREIÐFIRÐINGUR Þarna lékstu lítill drengur, ljómaði í augum sund og strengur. Heimabyggðin hlý og vinföst hló á móti þer: sérhver hóll og brík og baii, báruskvaldur, vindasvali, undirdjúpsins dimma straumröst, drangur, nes og sker. Sá ég, Skagfjörð, svip þinn bjarta, svona löngum inn að hjarta grípur okkur ásthlý minning. er við sjáum heim. Liðni tíminn, ungra ára, ótal bros á milli tára rifjast upp sem endurkynning. — Enginn lýsir þeim. Þín var löngun föst — að fara fjallanípur, jökulskara, stíga fannir, hnjúks og hlíða, hárra auðna lönd. Kenndir öðrum og að skoða œttland vort í sumarroða, eða á fljótum fjö'um skíða frerans bröttu rönd. Vini þína: hamrahjalla, hnjúka, dali, sléttur, stalla sóttir heim á sumri og vetri, sólbrúnn, vegafrjáls, Vatnajökull, Kjalhraunsklungur, Kringilsrana, Snœfellsbungur, Hrolleifsborg í sólarsetri, Snœkoll, Bláfellsháls.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.