Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 16

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 16
14 BREIÐFIRÐINGUR því yrði fórnað til eflingar þeim taugum, sem tengja hjört- un við föðurtún og glæða þann loga, sem íslenzka sveitin hafði skærastan kveikt í vitund barna sinna. I þessum félögum var Jón því ávallt meðal hinna fremstu og oftast eða alltaf í stjórn þeirra eða framkvæmdanefnd- um. Og einmitt af svo helgum rótum reis gistiskálinn Bjarkalundur á einum fegursta stað í faðmi hinnar kæru sveitar hans. Veit ég því, að helgar vættir og vorsins dísir hljóta að vaka yfir þeim stað og blessa hann samkvæmt óskum þessa góða sonar breiðfirzkra byggða Er ég kom í Bjarkalund sumarið 1952 á minni árlegu ferð til heimahaga, fann ég að skugga hafði lagt yfir þenn- an yndislega stað. Ur augum gestgjafans skein einhver ógleymanleg angurblíða, líkt og ilmblær haustsins hefði snortið fegursta blágresið í Barmahlíð. Eg gleymi aldrei handtaki hans og svipmóti, þegar við kvöddumst úti við litla lækinn, sem hjalar við blómin í gilinu utan við skál- ann. Ekki grunaði mig samt, að það yrði í síðasta sinn og þó var honum undarlega brugðið, en hann sagði ekki neitt um sjálfan sig, en leit undan upp í birkihvamminn ljósa. Nokkrir regndropar hnigu frá dökkum skýjum og vættu steinana við lækinn. Reyrinn ilmaði í brekkunni og inn í runnunum söng þröstur. — — Jón andaðist 1. september þetta sama sumar. Hann varð harmdauði öllum, sem unna breiðfirzkum byggðum. Arelíus Níelsson.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.