Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 17

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 17
Mattliíasarkirkja á Reykhólum. Furðulegar eru þær breytingar og framfarir á sviði ytri menningar og tækni, sem orðið hafa hér á landi síðustu áratugina. í kapphlaupi tímans um ytri gæði og umbætur höfum við eflaust reynzt sprettharðari flestum öðrum þjóð- um. Enda svo komið, að í lífsþægindum almennt og neyzlu- stigi munum við nú standa hærra flestum okkar nágrönn- um. Auðvitað er þetta í sjálfu sér ánægjulegt, gott og blessað. En stundum getur líka grisjað í fyrri fátækt gegnum skart- klæði hins nýríka. Og í samanburði við frændþjóðir okkar, berum við einmitt mörg einkenni nýríka fátæklingsins. Eng- in þeirra er jafn snauð okkur af efnislegum arfi. Hvað eigum við af reisulegum, aldagömlum óðalssetrum, þar sem gömul og gróin menning er rist á hvert sæti og bekk? Hvað af gömlum og stílhreinum kirkjum, fylltar fornri list og lotning? Auðvitað á þessi fátækt okkar sínar eðlilegu orsakir, svo sem kúgun og einangrun undanfarinna alda, og þó fyrst og fremst það, hve landið sjálft var snautt af öllu varan- iegu efni til byggingar og iðna. Engan þarf því að undra, þótt við að þessu leyti séum fátækari flestum. Nú er það svo, að öll sönn, lífræn og gróandi menning verður að eiga traustar rætur í fortíðinni, þótt hún sæki mikið næringu í strauma samtíðarinnar. Veigamikið atriði í því að treysta þennan lífræna uppruna er verndun fornra minja og menningarverðmæta, enda leggja allar menningar-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.