Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 21

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 21
BREIÐFIRÐINGUR 19 Þóra í Skógum, móðirin fátæka í lága sveitabænum, sem sonurinn gat kveðið þetta um: „Eg hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við listalindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa, stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir.“ Ef til vill vilja einhverjir álíta, að kirkju slíks höfuðskálds guðs kristni ætti að staðsetja heldur í fjölbýli höfuðborgar- innar en strjálbýli sveitarinnar. En slík Matthíasminning, sem fyrir mér vakir, er tengd of fínum þráðum við sinn eigin uppruna til þess að njóta sín til fulls í annarlegu um- hverfi. Menningu þjóðarinnar í heild mun líka svo bezt borgið, að jafnvægi nokkurt haldist á því sviði milli höfuð- borgarinnar og annarra landshluta — að sveitirnar afsali sér ekki sínum hluta af sögulegum minningum og menn- ingararfi, en kjósi sjálfar að halda vörð um hann. Hvert hérað — hver sveit þarf að eiga sitt menningarvé — sinn helgidóm, er eigi sterkar rætur í sögu hennar og minn- ingum. Slíkt mundi auka menningarlegan styrk hennar inn á við, jafnframt því sem framlag hennar til þjóðmenningar- innar í heild yrði drýgri. Matthíaskirkja á Reykhólum gæti orðið einn slíkur helgidómur. Þess vegna ætti sveitin — og þjóðin öll — að grípa tækifærið nú, þegar Reykhólakirkja hlýtur óumflýjanlega að verða endurbyggð, grípa tækifærið og leggjast á eitt að sá draumur fái rætzt, að á Reykhólum rísi upp helgidómur Matthíasar — og Þóru —, fagur og tiginn og minningu þeirra samboðinn. Ingibjörg Þorgeirsdóttir.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.