Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 23

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 23
BREIÐFIRÐINGUR 21 Eitthvað þessu líkt skeður, þegar litið er inn í liðna tíð. Við vitum, að margt fagurt felst þar að skýjabaki, sem við vildum sjá í skæru ljósi, afhjúpa móðu gleymskunnar og geyma í myndasafni minninganna. En jafnan verða það hnjúkarnir háu, er koma þar fyrst í ljós. Þeir einstakling- ar, er standa eins og klettar í tímans hafi — hin sterku af- burðamenni, er markað hafa djúp spor á braut menningar- innar — rist djúpar rúnir á spjöld sögunnar. Við helgum þennan dag tveim slíkum einstaklingum, þeim víðkunnu merkishjónum frú Guðlaugu Zakaríasdóttur og Torfa Bjarnasyni, skólastjóra í Olafsdal. Torfi Bjarnason er fæddur að Skarði á Skarðsströnd 28. ágúst 1838. Eru því í dag liðin rétt 117 ár frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason, uppeldissonur Skúla Magnússonar kammerráðs að Skarði og Ingibjörg Guðmundsdóttir bónda að Tindum. A unga aldri fluttist Torfi með foreldrum sínum að Bessatungu í Saurbæ og þar ólst hann upp fram yfir tví- tugsaldur. Varð hann snemma aðalfyrirvinna heimilisins, því að faðir hans var þá bilaður að heilsu. Fremur erfiðar heimilisástæður samhliða takmörkuðum tækifærum nám- fúsra ungmenna á þessum tímum til að menntast, settu svip sinn á þroskaár þrekmikils æskumanns. En bak við strit hversdagsleikans fólst neisti. Brekkurnar í Bessatungu framkölluðu svitadropa á enni unglingsins. Utsýnið þaðan, hið fagra, óx að mikilleik við hverja brekkubrún, sem áð var á. Og eitthvað óljóst sveif í loftinu og jók eftirvænt- ingu eftir viðburðaríkari dögum. Tuttugu og fjögra ára að aldri fór Torfi úr föðurgarði. Norður í Húnavatnssýslu bjó þá frændi hans, hinn þjóð- kunni merkisbóndi, Asgeir Einarsson á Þingeyrum. Þangað var ferðinni heitið. Og þar, hjá frænda sínum, dvaldi Torfi næstu árin við landbúnaðarstörf, bæði á Þingeyrum og í

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.