Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 26

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 26
24 BREIÐFIRÐINGUR Ólafsdal í Dalasýslu og bjuggu þar samfleytt í 44 ár, eða þar til Torfi lézt 24. júní 1915, 77 ára að aldri. Eftir lát Torfa hélt Guðlaug áfram búskap í Ólafsdal og naut þar fyrirvinnu og síðan elliaðstoðar Markúsar sonar síns og konu hans, frú Benediktu Sigríðar Brandsdóttur. Frú Guðlaug lézt hér að Ólafsdal 20. maí 1937, 91 árs að aldri. Þau Guðlaug og Torfi eignuðust 12 börn, 3 þeirra dóu í bernsku, en aðeins 3 náðu háum aldri: Ragnheiður, kona Hjartar Snorrasonar, alþingismanns og skólastjóra að Hvanneyri, Aslaug, kona Hjálmars Jónssonar bónda að Ljótsstöðum í Þingeyjarsýslu, og Markús fyrrverandi kaup- félagsstjóri að Salthólmavík, sem nú er einn á lífi þeirra systkina. Þegar þau Guðlaug og Torfi hófu búskap í Ólafsdal, er talið að þá hafi verið hér 1 dagslátta slétt tún, en þegar Torfi dó, mun stærð hins slétta túns hér hafa verið 50— 60 dagsláttur. Grjótræsi höfðu verið gerð yfir 11000 m á lengd og girðingar úr torfi, grjóti og gaddavír allt að 6000 m. Hús voru reist á staðnum yfir fólk, fénað, fóður, verk- færi og fjölbreyttan heimilisiðnað — stórhýsi, er flest standa enn í dag. Þegar Torfi hóf ræktunarstarf sitt sem bóndi í Ölafs- dal og fór að smíða jarðyrkjuverkfæri eftir erlendri fyrir- mynd og beita hestaflinu fyrir, vaknaði áhugi ýmissa ungra manna fyrir að læra af honum sem sjálfkjörnum leiðtoga. Nokkrir áhugamenn í nærliggjandi sveitum hvöttu Torfa til að hefjast handa um að kenna ungum mönnum jarðrækt og búfræði. Árið 1878 skrifar Torfi amtsráði Vesturamts- ins og býðst til að takast á hendur búfræðikennslu á heimili sínu, ef hann fái þar til styrk nokkurn af almannafé vegna stofnunar og starfrækslu. Þetta leiddi til þess, að árið 1880 er komið á fót hér í Ólafsdal fyrsta búnaðarskóla

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.