Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 39

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 39
BREIÐFIRÐINGUR 37 syni, sem nú er látinn, 75 ára að aldri. Hann andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 2. október 1955. Fór útför hans fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. október, að viðstöddum fjölmennum hópi vina og vandamanna. Sveinbjörn Pétur Guðmundsson fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 23. apríl 1880, sonur búenda þar, Steinunnar Sveinbjörnsdóttur og Guðmundar Jóhannessonar, merkis- hjóna og gáfaðra, komin af eyja og Vestfjarðaættum í bæði kyn. I foreldrahúsum ólst Sveinbjörn upp, elzti sonur í stór- um systkinahópi. Snemma varð augljóst andlegt atgervi hans og fjölþættar gáfur, en örlögin rufu allar vonir um skólanám, því að faðir hans lézt er Sveinbjörn var á fermingaraldri. Þurfti hann því að beita starfsorku sinni til styrktar móður og systkinahópnum. En til þess að seðja sárasta námshungrið, fór hann í Olafsdalsskóla og útskrifaðist þaðan innan tví- tugs. Torfi í Ólafsdal mun hafa séð hvað í sveininum bjó, því að í stað þess að skipa honum til verka með öðrum námssveinum, að vetrum, utan bóknámstíma, lét hann Svein- bíörn kenna börnum sínum. Var það fyrsti grundvöllurinn að kennslustörfum hans, er hann iðkaði síðan, öðru hverju, alla ævina. Að loknu búfræðinámi hvarf Sveinbjörn úr átthögunum og fluttist austur á land til séra Jóhanns Lúthers, móður- hróður síns, prests að Hólmum í Reyðarfirði. Hvort dulin von um möguleika til framhaldsnáms hefur falizt bak við þessa brottför hans frá æskustöðvunum, veit ég ekki með vissu, en mig grunar það. Austan lands, eða í Reyðarfirði, lifði hann og starfaði öll beztu ár ævi sinnar, að undanskilinni ársdvöl í Breiða- fjarðareyjum, sem á er minnzt í upphafi þessara orða.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.