Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 40

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 40
38 BREIÐFIRÐINGUR Langrar dvalar sinnar eystra minntist Sveinbjörn með nokkrum söknuði, svo samofinn var hann orðinn menningu og lifnaðarháttum þeirra byggðarlaga og svo minningarík voru æviár hans þar, að áhöld eru um, hvort hærri sess skipaði í huga hans, æskustöðvarnar við Breiðafjörð eða austfirzku byggðirnar. Meðan Sveinbjörn bjó eystra, gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Atti hann sæti í sýslu- nefnd og var oddviti hreppsnefndar um skeið. Rækti hann störf sín af kostgæfni. Um hríð var hann símstjóri á Reyð- arfirði. En barnakennslan var aðal lífsstarf hans þar, eins og síðar á ævinni. Sveinbjörn var tvíkvæntur, fyrst Guðnýju Jóhönnu Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði, hinni ágætustu konu. Með henni bjó hann í farsælu hjónabandi um 10 ára skeið, þá andaðist hún frá 4 ungum börnum þeirra og tveimur fóst- urbörnum. Þrjú barna þeirra eru á lífi: Guðríður, búsett í Reykjavík með fjölskyldu, Hrafn, bóndi á Hallormsstað, og Þórólfur Beck, húsgagnasmiður í Reykjavík, báðir kvæntir fjölskyldumenn. Birgir andaðist í æsku. Seinna kvæntist Sveinbjörn Margrétu Guðmundsdóttur, fósturdóttur Tryggva pósts Hallgrímssonar, sem þekktur var um Austfirði. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru 5 á lífi: Ásbjörn, sjómaður í Vestmanna- eyjum, Tryggvi, bókbindari, Styrkár, prentari, Eysteinn, bifreiðastjóri, allir kvæntir og búsettir í Reykjavík. Guð- mund misstu þau 6 ára gamlan. Steinunn er ógift í for- eldrahúsum. Margrét hefur reynzt manni sínum traustur förunautur og honum samhent og dugandi í erfiðum lífskjörum, meðan börnin voru ung. Með líknandi umhyggjusemi vakti hún yfir högum hans í vanheilsu margra seinustu áranna.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.