Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 47

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 47
BREIÐFIRÐINGUR 45 Blærinn andar blítt um lá, burt er grand úr landi. Þorri vanda vill sig á vinar handabandi. Hitt er þó oftar, að hann fer um byggðir manna svo geyst og gustmikill, að flestir sjá þann kost vænstan að hírast í húsum inni, svo að þeir verði ekki á vegi hans. En fyrir þann þrótt, sem uppeldi hans hefur skapað, hafa menn notað tímann til þess að auðga anda sinn að nytsamri þekk- ingu eða sinnt öðrum nytjastörfum, sem bezt voru unnin innandyra. En meðan þessu fór fram, var Þorri ekki iðjulaus 'úti. Þá sveipaði hann hjarnblæju sinni um freðna foldina, svo að hún stæði ekki eins berskjalda fyrir ágangi þeirra Forn- jótssona. Þá laust hann hamarinn með veldissprota sínum, svo að hann glúpnaði og breyttist í frjómold, komandi kyn- slóðum til yndis og hagsbóta. Þá nísti hann jörðina með heljarhöndum og neyddi hana til þess að vera viðbúna að greiða götu vorsólargeislanna inn að frjóum þeim, er hann hafði búið skjól í skauti hennar, svo að þau, á komandi sumri, gætu klætt hana aftur í glitofna gróðurskikkju grunda og skóga. — En þá sat Þorri sjálfur efst á Guðna- steini að gamanmálum við góðvini sína og frændur, þá Norðra, Dumb og Frosta, Hallmund, Armann í Ármanns- felli, Bárð Snæfellsás og konurnar Góu, Esju og Fjallkon- una fögru. Þar nutu þau skemmtana við stökkdans Geysis og Grýtu eða hrikaleik Heklu og Kötlu við undirleik frá hörpu Dettifoss, Gullfoss og annarra gljúfrabúa, og sulgu andremmu frá Námaskarði, Krýsuvík eða Jökulsá á Sól- heimasandi, en sá þefur er þeim jafn geðfelldur sem okkur eyjamönnum ilmur af mörfloti og kæstri skötu . Fyrir allt þetta tel ég okkur standa í þakkarskuld við

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.