Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 50

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 50
48 BREIÐFIRÐINGUR nýtt geti borið fyrir augu, en þetta er ekki rétt, það er alltaf eitthað nýtt að sjá, hvað oft sem farin er sama leiðin. Svo erum við stödd við Krosshóla, bænastað Auðar í Hvammi. Það er sérkennilegt og töfrum þrungið þetta land. Mér finnst skrítið að hugsa til þess, að hér var Auður djúp- úðga stödd fyrir nokkrum árhundruðum, bað bænir sínar og reyndi að skyggnast inn í næstu framtíð. Eri í dag er hér ferðamannahópur, sem ef til vill gengur um sjálfan bænastaðinn, járnuðum skóm. Skyldi framtím- inn ganga járnuðum skóm um bænalöndin okkar? Frá Krosshólunum, í suðri að sjá, sér yfir að Búðardal, húsin hillir uppi yfir kyrran hafflötinn. Þetta litla þorp sýnist stærra úr fjarlægðinni heldur en það er. Við ökum hægt norður með fjallinu, er Hvammur stendur undir, og nöfn úr sögu þjóðarinnar rifjast upp í huganum, nöfn, sem tengd eru við Hvamm. En það var víst séra Kjartan Helgason, sem gróðursetti grannar reyniviðarhrísl- ur í skjóli við húsið fyrir mörgum árum. Nú eru þar tré, stofngild og blaðmörg, eitt hið fegursta minnismerki, sem íslenzk jörð getur geymt. Nú eru þessi tré megnug að skýla öðru, og halda á lofti minningu sómamannsins, er hlúði að þeim ungum. Vegurinn liggur nú beint til vesturs, út ströndina, víða þröngar og ósléttar ruðningsgötur. Næsti áfangi er Staðar- fell. Með veginum fyrir auslan Staðarfell er Bakskógur. Fyrr en varir erum við þar. Stórar hríslur slást í rúður bílsins og ilmur af birki fyllir vitin. Mig tekur í fingurna af löng- un til að mega taka á hríslunum, finna þær snarar og blað- ríkar renna um hendurnar. Ilmur af birki er heillandi þeim, er búa í skógleysi. Svo hallar veginum ofan af hæðardrögunum fyrir sunnan Staðarfell. Ég hef ekki komið að Staðarfelli áður, en gerði

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.