Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 53

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 53
BREIÐFIRÐINGUR 51 Á veginum langt út með hlíðinni er stór flutningabíll í kyrrstöðu og því sjálfgert að stanza og vita, hvað hér er um að vera. Bíllinn er frá Staðarfelli. Eitthvað af heima- fólki, er heima var, hafði tekið sig til og ekið hér út eftir, til að fylgjast með björgunarstarfi þeirra, er voru að ná kindunum úr klettunum. Við förum úr bílnum og rýnum í klettana, og mikið rétt, hátt uppi í klettaskorpunni sjáum við tvær kindur á litlum stalli, björgin ferleg og ljót fyrir ofan og neðan, og þarna eru þær staddar, tvær hvítar saklausar sauðkindur. I fluginu fyrir ofan þær eru mennirnir, sem ætla að bjarga þeim, en það er ekki á allra færi að klifra það, sem kindur komast, og maðurinn, sem ætlar að bjarga þeim, verður að hafa vað til þess að geta klöngrazt til þeirra. Við sjáum sigmanninn koma ofan ávala klettasillu milli tveggla grashvamma uppi við brúnina. Hann fetaði öruggt og rólega ofan, með vaðinn bundinn um sig. Eftir marga króka og klifur komst hann svo loks á sylluna til kindanna, en aðstaða hans var slæm. Vaðurinn lá ofan fláa klettana, en til kindanna varð að fara eftir syllunni æði spöl, en þá festist vaðurinn hér og þar í berginu, þegar sigmaðurinn fór til hliðar um sylluna, og það var svo hátt upp á bjarg- brúnina, að vaðhaldsmennirnir heyra óglöggt köll sigmanns- ins. Hann rykkir í vaðinn og kallar, og að lokum fær hann þá aðstöðu, er hann telur sér henta. Fram til kindanna eru líklega ]0—20 metrar og sigmaðurinn, Pétur Sigur- vi^sson, fetar til þeirra hægt en öruggt. Þegar hann er kominn í ákjósanlegt færi, krýpur hann á kné og grípur aðra kindina, hin verður að bíða. Innan skamms hefur hann bundið kindina, lyftir henni á bak sér og flytur sig eftir stallinum, þar til vaðurinn liggur beinn fyrir upp- drætti. Köll hans bergmála frá klettunum: Hala upp, hala upp! Upp yfir kletta og klungur berst kindin, hærra og

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.