Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 62

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 62
60 BREIÐFIRÐINGUR sigrað Ægi, já, öll heimsins máttarvöld og orðið meiri og sterkari á eftir. Hún fær því til vegar komið, að Egill rís úr harminum tignarlegri hetja en nokkru sinni fyrr og yrkir ódauðlegt ljóð um drengina sína, dáð þeirra og fegurð. Enn ein hlið þess, hvernig berjast skal gegn máttarvöldum örlaganna, berjast með guði og sigra. Þorgerður er fyrir- mynd allra, sem sízt kjósa að gefast upp eða leggja árar í bát. Allra þeirra mörgu kvenna, sem átt hafa erfiða hlut- verkið að hugga og hughreysta og hvetja til dáða. En setj- ast síðan sjálfar í skugga þess, sem kraftur þeirra og dáðir megnuðu að reisa. Og auðfundið er, að hún hefur þó engu gleymt af harminum eftir Böðvar bróður sinn, húsfreyjan stórbrotna í Hjarðarholti. Hún ætlaði syni sínum metnað svo mikinn á sundi, að sigra hinn mesta kappa Norðurlanda í sundi, sjálfan Ólaf Tryggvason konung Noregs. En var ekki sundið þá, eins og raunar enn hin bezta slysavörn í vatni og sjó? Þá vörn skyldi hennar frábæri sonur að heiman hafa. Enda urðu önnur hans forlög. Og óskaði hún þá sízt að sig skorti sakarafl við sonarbana. Líktist þá föðurnum mjög að heitum harmi og krafti. En það var önnur saga. Aðeins að aldrei gleymist hetjudæmi hennar. Það er óbein slysavörn, að láta aldrei harminn hefta vöxt sinn og þroska og gefast aldrei upp í baráttunni gegr. sona- bana, þótt svo virðist sem þar sé við algjört ofurefli að etja. Lífsafl mannssálarinnar, skynsemi hennar og tilfinn- ingaauður er þrátt fyrir allt æðsta aflið í alheiminum. Það er Guðs afl. En ég átti eftir að minnast á eina konuna enn. Konu, sem sagði orðin, sem ættu að vera einkunnarorð hverrar slysavarnarsveitar á Islandi. Stórhugur hennar og þor er þó ekki eins ljúft í minningunni, eins og björgunarafrek kristnu konunnar, sem krýpur ein með barnabörnin sín í sandinum við Ölfusá. Eða víkings- og bóndadótturinnar

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.