Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 70

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 70
68 BREIÐFIRÐINGUR Þegar ég man fyrst eftir Pétri Kúld, átti hann heima í Skáleyjum. Hann bjó þar í gömlum bæ og var autt og óþiljað rúm undir baðstofugólfi. Hann stundaði þá sjóinn nær allt árið, eins og jafnan fyrr og síðar á ævinni. Reri í Bjarneyjum, undir Jökli á vetrum, en var til sjós á skút- um öll vor og sumur. En framan af vetrum, þegar hann var heima, fékkst hann oft við smíðar á gólfinu undir baðstofu- loftinu, því að hann var vel hagur. Gerði meðal annars að bátum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og þótti þar vel liðtækur sem annars staðar. Hann var iðjumaður, sem sjaldan féll verk úr hendi. Nokkru seinna fluttist Pétur í Bjarneyjar og bjó þar „í hólmanum yzta“ í mörg ár, eða þangað til að útþráin og los tímans höfðu sópað öllu unga fólkinu burtu úr eyj- unum — og fór þá þessi gamla verstöð í eyði skömmu síðar. — Oft kom hann í Skáleyjar eftir að hann fluttist þaðan, í heimsókn til frænda og vina og var jafnan aufúsu- gestur. Það kom fyrir að hann var við skál í þeim ferðum, því að hann var ölkær maður, og lét þá sitthvað fjúka, þó fáskiptinn og hversdagsgæfur væri þess utan. Upp á hann mátti með fyllsta sanni heimfæra þessar ljóðlínur Arnar: Þegar vínift vermdi sál voru ei svörin myrk né hál, ekkert tœpitungumál talaó yfir fyUtri skál. Jafnan kom hann færandi hendi í Skáleyjar. Hann var mikill aflamaður og ekki fastur á fé, ef það var fyrir hendi. Þau voru ósmá og ótalin ryklingsstrengslin og rafa- beltin, sem hann miðlaði öðrum um dagana. Ekki sízt frænd- fólkinu, því að svo var hann ættrækinn, að fátítt er um þessar mundir. — Bú hans í Bjarneyjum var jafnan lítið. Býlið leyfði ekki annað og meðfætt örlæti hans bauð hon- um að ala hverja skepnu til fullra nytja. Það var farsælla.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.