Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 8

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 8
6 BREIBFIRÐINGUR deilingu matar, hver sem í hlut átti. Gekk það staflaust um byggðina, er Oddur Jónsson læknir á Miðhúsum sagði ein- hvern tíma, þegar komið var með kirtlaveikan og magran ungling til hans: „Hvern a. . . eins og hann ákvað, „eruð þið að koma með þetta til mín, farið með hann til Arndísar á Reykhólum og látið hana skammta honum í eitt eða tvö ár og vitið þá hvort honum batnar ekki“. Oddur var stund- um skorinorður í meira lagi, ef hann var við öl, annars var hann liinn vænsti maður, að minni reynd. Fleira kom til öflunar matfanga á þeim tíma, en nytjun hlunninda jarðarinnar til lands og sjávar. Vinnumenn, en þeir voru venjulega margir, voru sendir til verstöðva, bæði vestur að Djúpi og til Rauðalands og Breiðavíkur, einnig til Steingrímsfjarðar, einkum á haustin. Öfluðu þeir oft mikilla fanga, bæði í salt og herzlu auk kaupstaðarinnleggs, en svo var saltverkaður þorskur kallaður í þá daga, en fyrir hann fengust peningar í vertíðarlokin. Hlunnindi á Reykhólum á þeim tíma, sem myndin er tekin, til 1918 voru, talið í hæstu og lægstu tölum, sem hér segir á ári hverju: Dúnn 35—50 kg. Vorkópar 70—101. Haustkópar 130—170. Kofnatekja ca. 3000 kofur. Hrognkelsveiði c. 30—70 stykki í 2 til 3 trossur annan og þriðja hvern dag að vorinu. Talið er að Reykhólum fylgi um 300 eyjar, hólmar og sker, en þó að ég, sem þetta rita hafi verið þar 20 ár og öll hin minnistæðustu af ævi minni (9—29), þá veit ég samt ekki, hvort þetta er nema ágizkun ein. Hitt er víst, að mikið er af þessu, það fann maður bezt, þegar svokallaðar eggjaleitir fóru fram. Það tók 6—7 manns á þriðja sólar-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.