Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 12

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 12
10 BREIÐFIRÐINGUR eyingur", Hermann Jónsson, formaður og skipstjóri. En á þessu ári, 1956, eru 100 ár liðin frá því er hann var í þennan heim borinn. Engan mundi hafa grunað það á æskudögum lians né manndómsárum að sú gerbreyting yrði á þjóðlífi um ævi hans, að hans elskaða Flatey kæmist á vonarvöl, að hann og þeir Snæbjörn í Ilergilsey ætti að róa síðasta róðurinn á þúsund ára langri vertíð, að þeirra sigling skyldi síðust verða á tíu alda för breiðfirzkra sjógarpa, að þeir skyldi síðastir iðka þá íþrótt óbreytta, sem Þórólfur Mostrarskegg flutti inn á Breiðafjörð fyrir nær ellefu öldum. En svona skráði sagan sjálfa sig. Hermann Sigurður Jónsson, svo sem hann hét fullu nafni, var fæddur í Flatey 2. júlí 1856. Faðir hans var Jón „formaður“ Jónsson, kynjaður af landi ofan í Breiðafirði, úr Reykhólasveit, kom um tvítugt út í Flatey til róðra, gerð- ist sjómaður og formaður mikill. Um hann er sagt, að hann rataði hverja leið sem hann hafði eitt sinn farið, hvernig sem viðraði. Bækur voru hans eini andlegi munaður, Is- lendingasögur beztar allra. Iðjuleysi var hans mesta böl. Kona hans varð Kristín Guðmundsdóttir, fátæk stúlka úr Flatey, en ættir hennar allar úr Vestureyjum. Þau bjuggu við allerfið kjör, en frið og eindrægni. Jón varð hafnsögu- maður í Flatey, og vegnaði þeim vel eftir það. Hermann sonur þeirra var elztur barnanna. Hann réðist 13 ára gamall fyrst á sjóinn, á haustvertíð í Oddbjarnar- skeri, þá á hákarlaskip úr Flatey; síðan var hann öll sín æskuár á sjótrjánum, opnum bátum og þilskipum, en það var svo sein sjálfsagður framavegur hverjum Breiðfirðingi sem mannsmót var að. En 28 ára gamall varð hann skip- stjóri á þilskipi, einmastraðri jakt úr Flatey. Síðan var hann skipstjóri um þrjá áratugi. Flermann kvæntist ungur, 23 ára, Þorbjörgu Jónsdóttur;

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.