Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 14

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 14
12 BREIÐFIRÐINGUR skiptinn og vinfastur, trúmaður einlægur, vildi aldrei gera á hluta nokkurs manns né þola neinum órétt. Þó að Hermann Jónsson yrði skipstjóri og sjómaður, þá stóð hugur hans og hjarta raunar meir til annars. Hann var fræðimaður að upplagi og menntamaður, skáldmæltur vel og orti ljóð í þeim stíl sem góð alþýðuskáld ortu lengst af 19. aldar. Hér eru tvær vísur hans: Meðan líf á moldu grær, meðan stjörnur skína, verndaðu, eilíf elskan kær, æskustöðvar mínar. Bið ég þróist djörfung, dáð, dyggð og bróðurandi, í nafni hans, sem hefur ráð á himni, sjó og landi. Kærust iðja Hermanns, einkum hinn efra hlut ævinnar, var að lesa og rita. Hann hefur ritað æði margt, einkum breiðfirzk fræði. Mestur og merkastur er Flateyjarþáttur, sem hann ritaði eftir handriti Gísla Konráðssonar, en hélt sjálfur fram sögunni frá 1856, er Gísla þraut, og út öld- ina. Auk þessa skrifaði hann fjölda þátta, einkum um breiðfirzk efni og sjómennsku. Hann hefur t. d. lýst ágæt- lega verbúðalífi í Oddbjarnarskeri um 1870, eftir eigin raun, og er það hin merkasta heimild um ævaforna versiði. Nokkuð er prentað af ritum hans, en mikið í handriti. Helgi Hjörvar.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.