Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 15

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 15
Horfnir félagar Hei'inaiin Jón«§on, kaujmiadui' Hermann Jónsson kaupm. á Brekkustíg lést 10. maí 1954. jl ner i Keykjavík Hann var einn af ötulustu brautryðjend- um Breiðfirðingafél- agsins og lengst af í stjórn þess frá upp- hafi. Hann var hugsjóna- maður og brennandi af áhuga í hverju mál- efni, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var frábitinn öllu kæruleysi því, sem nú er í tízku, og tók allt með alvöru og festu þrátt fyrir glaða lund. Gat Hermann því oft talað með hita og þunga um það, sem aðrir töldu lítilsvirði. Þau mál, sem hann sinnti á annað borð, voru honum heilög. Hann var því hinn bezti félagi, fórnfús og ötull, en mörg- um hinna seinlátari varð dálítið örðugt að fylgja honum á sprettinum, þegar takmarkið var honum ofar öllu. Hann unni bernskustöðvum sínum við Breiðafjörð heils- hugar og af sínu heita hjarta og vildi vinna þeim hvert það

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.