Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 17

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 17
BREIÐFIRÐINGUR 15 tná af því, sem áður er getið um sagnir og ljóð Jens Her- mannssonar. Hermann átti indælt heimili og var kona hans Kristín Benediktsdóttir frá Hömrum í Haukadal í Dalasýslu hon- um samtaka um að gjöra þar bjart og hlýtt. Gestrisni þeirra og vinarþel er minnisstætt félögum hans í átthagafélögunum, því að oft bauð hann til nefndar- og stjórnarfunda á heimili sínu. Skapgerð Hermanns var dálítið sérstæð. Hann var í aðra röndina alvörumaður og viðkvæmur mjög, en að jafnaði léttur í viðmóti, glaðlegur og glettinn, spaugsamur og fjör- legur. Hann var aldrei með vonleysi né víl á vörum, þótt heilsa hans væri ekki nærri góð, og ég hygg að oft hafi hann of- boðið veikum kröftum, því að hlífa sér kunni hann aldrei. Hermann mun hafa verið einn þeirra sem bera gæfu til að vera þá sterkastir þegar mest reynir á. Hann vildi deyja með hros á vörum, og sagt er að svo hafi orðið. Hann lézt af hjartabilun hinn 10. maí 1954. Þau hjón áttu þrjú börn er hann lézt öll í æsku, en eitt fæddist mánuði eftir dauða hans. Félagar hans og vinir votta þeim innilega samúð við hina skyndilegu brottför hans af þessum heimi. En trú vor er, að þeim sé gott að deyja, sem vel hafa lifað, og í þeirri trú kveðjum vér þennan drengilega félaga, fórn- fúsa forystumann og ágætan son átthaganna við Breiðafjörð. Þakkir Snæfellinga og Breiðfirðinga yfirleitt fylgja honum lil eilífðarlandsins. Árelíus Níelsson.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.