Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 21

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 21
Hrörnun eyjabúskapar íslendinga Á þrengingatímum þjóðar vorrar hér fyrr á öldum leit- uðu menn oft niður til strandar og út í eyjar til matfanga. Til var og, þegar hart var í ári, að vinnufólk réði sig lil eyjabænda og fékk þá aðeins fæði og nauðsynlegustu klæði í laun, þótt annars staðar gæfist því kostur á nokkurri greiðslu, auk fæðis og klæða. Stafaði þetta af því að viður- gerningur var einatt betri og fæði fjölbreyttara á eyja- jörðum heldur en inn til lands, er að kreppti með búbjörg. Sem betur fer, er því ekki til að dreifa á okkar tímum, að svo harðni í ári að til bjargræðisskorts horfi og að þeir, sem inn til dala búa, þurfi að leita fanga fram í eyjar. Engu að síður er það raunasaga, hve þessi fornfeiti bú- skapur hefur dregizt saman. I dag er svo komið, að ein- ungis liðlega þriðjungur þess búendafjölda er eftir í hinum ýmsu eyjum hér við land, miðað við það sem var um alda- mótin 16—1700 og 17—1800, en á því tímabili breyttist búendatala eyja lítið sem ekkert. Að sjálfsögðu hefur að sama skapi minnkað framleiðsla eyjabýla og dregizt saman nýting binna margvíslegu hlunninda, er eyjabúskap fylgja. EFLINGAR ÞÖRF Það mun skoðun margra, sem þetta hafa hugleitt, að eitthvað þurfi að gera til eflingar eyjabúskapar okkar Is- lendinga, því leggist hann niður, eða dragist enn að veru-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.