Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
legu leyti saman, munu margir líta svo á, að þjóðarbúskap-
ur okkar bíði mikinn hnekki.
Til fróðleiks þeim, er áhuga kynnu að hafa fyrir þess-
um málum, hefur verið snúið sér til tveggja manna, er
þessum málum eru kunnugir, og leitað upplýsinga þeirra
um eyjabúskap okkar Islendinga. Annar þessara manna er
Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, er tekið liefur saman
yfirlit yfir eyjabúskapinn á ýmsum tímum, en hinn er
Jóhann Jónasson frá Oxney á Breiðafirði, bústjóri á Bessa-
stöðum, og segir hann í viðtali hér á eftir nokkuð frá því,
hvernig eyjabúskapur er og var rekinn á Breiðafjarðar-
eyjum, en þar hefur verið og er enn samfelldust og stærst
eyjabyggð hér við land.
RÆTT VIÐ JÓHANN FRÁ ÖXNEY
Það liggur í augum uppi, að búskapur í eyjum hlýtur
að verða með allt öðrum hætti en gerist á landi. Oft er
ein og sama jörðin fleiri tugir eyja, og verður því ekki
farið langt nema á bátum. Það má segja, að hjá eyjamönn-
um sé báturinn „þarfasti þjónninn“. Og eftir þessu fara
allir aðrir búskaparhættir. Við skulum nú inna Jóhann frá
Öxney eftir því, hvernig eyjabúskapurinn hefur verið rek-
inn. Við spyrjum hann fyrst um vorverkin og liöldum svo
áfram árið út.
— Hverjar eru helztu búskapargreinar í eyjum?
— Þær eru allfjölbreyttar og oftast margþættari en inn
til lands. Mér er kunnastur búskapurinn á svonefndum
Suðureyjum Breiðafjarðar. Þar er minna um sjósókn en
í Vestureyjum, en svo eru nefndar þær eyjar, sem tilheyra
Barðastrandarsýslu. — Þaðan var aftur á móti útræði mik-
ið, enda þaðan stutt á góð fiskimið. Landbúnaðurinn er því
höfuðframleiðsluatvinnuvegur Suðureyjamanna. Sauðfé er
þar víða allmargt, kýr aðeins til mjólkurframleiðslu fyrir