Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
klöngrast með baggana um hála þangfjöru, En eyjamenn
hafa þótt harðgerðir og þar þreifst ekki nema dugmikið
fólk.
VEIÐISKAPUR
Til vorverka í eyjum taldist hrognkelsaveiði, sem stund-
uð var og voru til hennar notuð net. Einnig voru nokkur
selalátur og selur þar veiddur 1 net. Þurfti að vitja sela-
netanna á hverjum degi og flytja þau til, því að sjaldan
fengust nema fáir selir á hverjum stað. Vart veiddust meira
en 20 kópar á bæ í meðal ári, þar sem ég þekkti til í
eyjum, en aftur á móti var allmikil veiði á Staðarfelli, eða
um 100—120 kópar á vori. Einnig var útselur nokkuð
veiddur á haustin og var kópurinn rotaður á landi uppi.
KOFNAFAR
— Hvað er svo að segja uin fuglatekju eyjamanna?
— I ágústmánuði hófst kofnafar, en svo var það nefnt,
er tekinn var lundaunginn. Var tekjan af kofunni misjöfn,
því mjög er misjafnt hve lundavarp er mikið á hinum ein-
stöku jörðum. Hjá okkur í Oxney fór um það bil vika í
kofutekjuna og fengust þetta 2—3 þúsund kofur á sumri.
Kofan var étin ný og líka söltuð í tunnur. Af kofurmi fékkst
mikið fiður og var bakfiðrið notað í undirsængur, en
bringufiðrið í yfirsængur og kodda. Oftast var háð keppni
um það, hver mestri næði kofunni, og töldu menn upphátt,
svo þeir mættu heyra hver til annars. Voru menn metnir
eftir því, hve duglegir þeir voru að taka kofu. Þurfti við
þetta lag og æfingu og voru menn við þetta mjög misjafnir
að afköstum.
SAMHELDNI OG SAMHJÁLP
í sumum eyjum var stundað lítils háttar útræði, en í