Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 30

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 30
Næturljóð í moll Leiðarsteinn í innhverfur ljósi um nótt. Jörðin hverfist sem bamagull um hugsaSan möndul, hylur myrkrið hina kviklátu þjóðbraut kynslóðanna, hinn eldforna veg, þar sem saga vor hófst. Hleypur við fót, stormurinn herðir á sprettinum — hann mun koma fyrstur í mark. Sviplegum vœngtökum sniðskera mávamir loftið. Tregablandið er flug þeirra — löngunarfullt. Göfugir brœður þínir, synir stormsins, eins og bemskuminning svífa þeir hjá þögulir í hinni eilífu leit að hamingju. — Þeir eru sveipaðir myrkri. — (Hvítfingrað Iöður hefst upp rjúkandi, þegar hrönn hefur sprengt sig við stafn, við kinnung. Titrar skipið sem skógardýr og stynur þunglega við átökin.) Manstu þegar góða veðrið er og sólin skín? Þá er hafið blátt sem augu ástmeyjar þinnar. Það hreyfir sig mjúklega og brosir

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.