Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 32
Skógrækt
i.
Á hverju vori sjáum við mikil undur ske — undur vors-
ins. — Klakaböndin kyssast sundur sólkossum — lítinn
fugl, sem þykir svo vænt um þetta land, að hann hætti lífi
sínu á þrotlausri leið yfir úthafsvíddir, til þess að geta
byggt hreiðrið sitt litla hér, sungið gleðisönginn liér, unnið
móðurstarfið hér.
Við höfum horft á baráttu lítilla, viðkvæmra grængrasa
við vetrarklakann, í starfinu að klæða landið í skrúða
vorsins.
Undur vorsins fara ekki fram hjá neinum. Þau knýja
á alla í áhrifamætti sínum — kalla á hreim gleðinnar í
þungu sinni og létta sporin, einnig hins aldraða.
Eg minni á vorið með ráðnum hug, því að við erum
hingað komin til þess að sinna kalli vorsins:
„Vormenn Islands, yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið, skógi grænum skrýða
skriður berar — sendna strönd.44
II.
Skógræktarstarf á margvísleg rök sér til réttlætingar.
I efnahagslegri afkomu fámennrar þjóðar, sem byggir
hráefnasnautt og kalt land, getur skógræktarstarf orðið
veigamikill þáttur í varðveizlu þess, sem þjóðin dýrast á
— frelsið.