Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 33
BREIÐFIRÐINGUR
3)
Allt, sem hjálpar til að gera þjóðina óháðari því, að
þurfa að sækja lífsnauðsynjar sínar til annarra þjóða, verð-
ur hverri þjóð því dýrmætara, sem hiin er minni og auð-
hremmdari í vargaklær.
Vopnlausri þjóð verður og efnahagslegt sjálfstæði óhjá-
kvæmilegt skilyrði þess, að geta varðveitt frelsi sitt til
langframa í orði og á horði.
Hvert nýtt starf, sem við hefjurn í þá átt, að afla oss
nauðþurfta okkar heima fyrir, rís því sem ný stoð í musteri
frelsisins.
Með ræktun nytjaskóga inyndum vér að miklu leyti geta
orðið sjálfbjarga hvað timburþörf þjóðarinnar snertir í
framtíðinni og skógrækt á þann hátt opnað nýjar auðlindir
í landi voru.
I fleiri greinum gæti skógrækt stutt beint að fjárhags-
legu öryggi þjóðarinnar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að garðrækt hefur
víða barizt í bökkum og að vér höfum um aldaraðir sótt
alla kornvöru til annarra landa.
Hin stuttu sumur og hinar umhleypingasömu veðurfarir
á landi voru hafa verið mjög óhagstæðar öllum viðkvæm-
ari nytjagróðri.
Með ræktun skóga í skjólbeltum gelum vér hjálpað himin-
sólinni í því, að blessa hvert líf, sem sprettur úr íslenzkri
mold og leiða það til þroska.
Með ræktun skjólbelta getur hver bóndi á íandi voru
aukið öryggi uppskeru sinnar að miklum mun og hafið
kornrækt á þeim stöðum, sem ella myndu þykja óárvissir
eða óhæfir til slíkrar ræktunar.
Hver, sem yrkir skóginn, leiðir því dís frjóseminnar sér
við hönd, leiðir hana heim að bænum sínum, heim í dalim.
sinn, heim í sveitina sína.
Slíkt starf er því vormannsstarf, sem framtíð nýfrjálsrar