Breiðfirðingur - 01.04.1956, Qupperneq 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
unglinginn skaðnautana-helsi, sem hann má svo ef
til vill bera og blæða undan allt sitt líf. Unglingarnir, sem
ég nefndi hér áðan, hafa ef til vill verið búnir að sækja
dansskemmtanir sem þessar í 4—5 ár, — fyrst sem áhorf-
endur, saklaus börn innan við fermingu, — en nú voru þau
orðin fullnuma þátttakendur. Og læra ekki börnin málið,
af því að það er fyrir þeim haft?
Fyrir mörgum árum kvað eitt ungt skáld:
„Þegar ég barnið breiddi út arma,
bað um ljós og geisla varma,
vildi góður verða og stór,
heimurinn ekkert tímdi að taka
til að gefa nema klaka.
Því var að það fór sem fór.“
Nú er það að vísu ekki aðallega berangur og klaki alls-
leysisins, sem heimurinn réttir að viðkvæmri barns- og ungl-
lingssálinni, sem innst inni þráir að verða „góð og stór“,
og þráir ljós hinnar hreinu, óspilltu gleði og vináttu og yl
góðra félaga og félagsskapar. Nú ber hann þeim aftur ginn-
andi, görótta og eitri blandna skemmtana-veigina í hálf-
myrkvuðum sölum, þar sem siðlitlar raddir hrópa niður
Ijósið, en heimta að myrkrið ríki. Hvort mun þjóðin ekki
vera á leið með að slökkva ljós siðmenningarinnar í sínu
eigin landi — í sínu eigin brjósti, ef þessu heldur áfram?
Og hvort mun ljós frelsis og sjálfstæðis loga glatt á lampa
hennar eftir að hið fyrra er fölskvað? Er ekki traust og
heilbrigð siðmenning fyrst og fremst sá grundvöllur, sem
frelsi og sjálfstæði og öll sönn þjóðmenning verður að
byggjast á? Viðurkenna ekki allir, sem heila sjón hafa, að
ríkjandi ástand í áfengis- og siðmenningarmálum þjóðar-
innar er eitt hennar stærsta vandamál, sem elur af sér ótal