Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 48

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 48
46 BREIÐFIRÐINGUR á að hafa dansana sem einfaldasta og auðlærðasta, svo að auðvelt væri fyrir hvern og einn að komast á sporið og taka þátt í þeim. Hugsum okkur svo, að einn aðalskemmti- þátturinn á hverri almennri skemmtisamkomu til sjávar og sveita (á sumri jafnt sem vetri) yrði sá, að fólkið — og þá auðvitað fyrst og fremst börn og unglingar — stigi sam- an létta og fjöruga hringdansa og syngi um leið mörg okkar fegurstu ljóð og lög. Sjálfsagt væri þá að spila með á eitt eða fleiri hljóðfæri, og sjá yrði um að einhverjir, sem kynnu, væru ávallt með og stjórnuðu dönsunum, og leggðu sig fram um að fá sem almennasta þátttöku. Því að lifandi þátttaka er fyrst og fremst skilyrði þess að skemmta sér vel. Og slíkur dans færi fram inni í vel lýstum samkomu- sölum og þó oftar úti, er því yrði við komið, — úti í björtu sólskini undir guðs bláa himni. Ef þetta kæmist á, gæti svo farið, að er fram liðu stundir söknuðu fáir hinna fyrri birtusnauðu almennings dansleikja — en minntust þeirra frekast sem gamalla, kámugra bletta, er óðum væru að hreinsast burt í straumi hreinni og göfugri siðmenningar.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.