Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 53

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 53
BREIÐFIRÐINGUR 51 straumkviku brigði fyrir í svipnum. Ég leit enn á myndina. Haustið eftir sátu Skógstrendingar í stofu ömmu minnar yfir svörtu kaffi með tári í. „Þau eru orðin gömul þessi,“ mælti einn bóndinn um leið og hann greip handfylli í axlar- fat granna síns. „Gömul, víst eru þau gömul, þau eru að klifa á þriðja tugnum. Hún sveik aldrei saumstungan henn- ar Gróu.“ Sumardag standa ungir menn í „krús“, haka og hjakka og moka sveittir upp í kerru. Suður og niður undan blasir sveitin græn og sléttlend, en hið efra Stekkjarbrekkan með hvítum tjöldum og stórum skúr. Þar gengur um bekki fögur kona og hárprúð, komin yfir miðjan aldur. Hún er að létta sér upp frá saumaskapnum í Reykjavík. Þeir að sunnan segja, að hún saumi kvenna bezt. Þegar dagur er liðinn, labbar maður með hvítan fant inn í skúr og sníkir sér kaffi. Þá berst talið oftar en sjaldan norður yfir fjall og inn í Hólm. Hún hafði verið þar ung, setið í dyngju hjá Gróu og lært að sauma.----------- Hið auða spjald barnsins skipar smám saman myndreiti úr sögu konu, sem allir í þorpinu ætluðust til að maður þekkti, ef á góma bar nafnið Gróa. II. Af Skólahólnum í Hólminum sér enn yfir mikinn hluta þorpsins. Við stöndum þar góðviðrisdag einn sumarið 1840. Hvað getur að líta? Sex torfbæi ásamt tveim kaupmanns- húsum úr timbri og tilheyrandi verzlunar- og pakkhúsum. Lengra er landnámi í Stykkishólmi ekki komið. Minnsti bærinn blasir við okkur. Hann heitir Hnausakofatómthús. Þar býr Guðfinna, dóttir séra Jóns Hjaltalíns á Breiðabóls- stað, kona fimmtug, og maður hennar, Bjarni Jónsson frá Hnausum, áttræður, og orðinn kararmaður. Bjarni frá Hnausum hefur þá í langan aldur komið við sögu á Snæ-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.